Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2018 08:40 Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Ted Cruz og Beto O'Rourke. GETTY/JUSTIN SULLIVAN Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45