Mamman svindlaði og dóttirin var dæmd úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 10:30 Doris Chen. Vísir/Getty Það er oftast mjög gott að fá hjálp frá móður sinni en ekki alltaf. „Hjálpsöm“ móðir í úrtökumóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi gekk aðeins of langt. Doris Chen var eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að berjast um sæti á bandarísku atvinnumannaröðinni á næsta ári en draumur hennar breyttist í martröð. Doris Chen var nefnilega dæmd úr leik og ástæðan var framtakasemi móður hennar á hliðarlínunni. Doris Chen er fyrrum bandarískur háskólameistari í golfi og var að keppa á Pinehurst golfvellinum í Norður Karólínu þegar hún fékk óvænta en afdrifaríka hjálp. LPGA dæmdi Doris Chen úr leik fyrir að spila bolta sem móðir hennar, Yuh-Guey Lin, færði inn á braut eftir upphafshögg dóttur sinnar endaði utan brautar. Húsaeigandi í nágrenni holunnar var vitni að þessu og lét vita af svindlinu. Alex Valer, kylfusveinn Doris Chen, sagðist hafa reynt að fá hana til að segja frá því sem móðir hennar gerði en Doris tók það ekki í mál. Um leið og hún lék boltanum þá braut hún reglurnar og var á endanum dæmd úr leik.A nearby homeowner pointed to Chen's mom and said, "That person right there kicked your ball.” https://t.co/4ex8hU7NXh — New York Post Sports (@nypostsports) November 6, 2018Alex Valer sagði húseigandann hafa bent á móður Doris Chen og sakað hana um að koma boltanum aftur inn á braut. Doris Chen sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Þar talar hún um misskiling og að hún eða kylfusveinn hafi ekki séð neitt athugavert við stöðu boltans. Hún er því ekki að segja sömu sögu og kylfusveinninn hennar sem verður væntanlega ekki með henni í næsta móti.With God’s grace I decide to move on. Please respect my privacy. Thank you. pic.twitter.com/O79JcdKVON — Doris Chen (@DCHEN_03) November 4, 2018Í sjónvarpsviðtali eftir að hún var dæmd úr leik sagði Doris Chen vera miður sín yfir þessu máli og þvertók fyrir það að hún væri svindlari. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Það er oftast mjög gott að fá hjálp frá móður sinni en ekki alltaf. „Hjálpsöm“ móðir í úrtökumóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi gekk aðeins of langt. Doris Chen var eins og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir að berjast um sæti á bandarísku atvinnumannaröðinni á næsta ári en draumur hennar breyttist í martröð. Doris Chen var nefnilega dæmd úr leik og ástæðan var framtakasemi móður hennar á hliðarlínunni. Doris Chen er fyrrum bandarískur háskólameistari í golfi og var að keppa á Pinehurst golfvellinum í Norður Karólínu þegar hún fékk óvænta en afdrifaríka hjálp. LPGA dæmdi Doris Chen úr leik fyrir að spila bolta sem móðir hennar, Yuh-Guey Lin, færði inn á braut eftir upphafshögg dóttur sinnar endaði utan brautar. Húsaeigandi í nágrenni holunnar var vitni að þessu og lét vita af svindlinu. Alex Valer, kylfusveinn Doris Chen, sagðist hafa reynt að fá hana til að segja frá því sem móðir hennar gerði en Doris tók það ekki í mál. Um leið og hún lék boltanum þá braut hún reglurnar og var á endanum dæmd úr leik.A nearby homeowner pointed to Chen's mom and said, "That person right there kicked your ball.” https://t.co/4ex8hU7NXh — New York Post Sports (@nypostsports) November 6, 2018Alex Valer sagði húseigandann hafa bent á móður Doris Chen og sakað hana um að koma boltanum aftur inn á braut. Doris Chen sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Þar talar hún um misskiling og að hún eða kylfusveinn hafi ekki séð neitt athugavert við stöðu boltans. Hún er því ekki að segja sömu sögu og kylfusveinninn hennar sem verður væntanlega ekki með henni í næsta móti.With God’s grace I decide to move on. Please respect my privacy. Thank you. pic.twitter.com/O79JcdKVON — Doris Chen (@DCHEN_03) November 4, 2018Í sjónvarpsviðtali eftir að hún var dæmd úr leik sagði Doris Chen vera miður sín yfir þessu máli og þvertók fyrir það að hún væri svindlari.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira