Hver er réttur fósturs/barns? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun