Megn ólykt frá skólpi sem stendur í pollum Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Aukinn fjöldi ferðamanna ástæða ástandsins í Skaftafelli. Fréttablaðið/Vilhelm Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Skólpkerfið í Skaftafelli er svo vanbúið ferðamannastraumnum að tæma þarf rotþrær á svæðinu með tveggja til þriggja vikna millibili. Hreinsun skólps frá aðalstöðvum þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við er stórlega ábótavant. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og lykt er af þeim. Hreinsun skólps frá húsum sem kallast Kot og Örninn er ábótavant og allmikil lykt er við enda lagna. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands en farið var í eftirlit á svæðinu þann 10. september. Krafa er um að lögð verði fram tímasett áætlun um framtíðarlausn allra fráveitumála í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næstkomandi, en jafnframt að tafarlaust verði gripið til aðgerða sem tryggja að skólp standi ekki í pollum innan þjóðgarðsins. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs leggur mikla áherslu á að nú þegar verði hægt að hefjast handa við úrbætur í samræmi við þessar athugasemdir. „Fráveitumál á svæðinu eru ekki í takt við þann fjölda ferðamanna sem heimsækir Skaftafell í dag. Stór hluti sértekna Vatnajökulsþjóðgarðs verður til í Skaftafelli, til þess að svo megi vera áfram, þarf að ráðast í stórfelldar framkvæmdir sem munu kosta hundruð milljóna,“ segir í fundargerð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna málsins. Björn Ingi Jónsson, formaður svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, segir fjölgun ferðamanna valda þessu. Innviðirnir hafi ekki undan. „Miðað við það að við séum að nálgast milljón ferðamenn þurfum við að gera hér bragarbót. Við vitum ekki nákvæmlega hvað það kostar en þetta er mikilvægt. Þegar við erum komin með þetta marga gesti á ári þá er þetta á við gott þorp á hverjum degi og því þurfum við að bæta þessa hluti,“ segir Björn. Talað er um að æskilegt sé að dæla upp úr rotþróm annað hvert ár og hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm á svæðinu hefur ekkert niðurbrot orðið og því er verið að flytja í burtu hráskólp til meðhöndlunar með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að úrbætur á svæðinu kosti vel á annað hundrað milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. 3. ágúst 2018 05:15