Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið áberandi í kosningabaráttunni og sést hér á kosningafundi á dögunum. vísir/epa Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag. Fjölmargir kjósa til öldungadeildar þingsins, allir til fulltrúadeildar, einhverjir til ríkisstjóra. Að auki er kosið um stöður innan hvers ríkis, þing og embætti, og þá eru ýmis mál á kjörseðlinum í hverju ríki fyrir sig. Mestur áhugi er á kosningum til beggja deilda bandaríska þingsins sem og á nokkrum ríkisstjórastólum. Staðan þar til næstu tveggja ára gæti haft mikil áhrif á þennan síðari hluta kjörtímabils Donalds Trump forseta og er afar mikið í húfi. Frambjóðendur beggja flokka hafa fullyrt að um sé að ræða „mikilvægustu miðkjörtímabilskosningar í langan tíma“. Einblínt verður á þær kosningar á næturvakt á Fréttablaðið.is í nótt. Kjörstöðum verður lokað víða á miðnætti og má vænta úrslita upp úr því. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ekki er hægt að segja að hún hafi markast af einu ákveðnu máli. Á lokasprettinum nú hafa Repúblikanar einna helst einbeitt sér að efnahagsmálum enda fer störfum fjölgandi og atvinnuleysi mælist undir fjórum prósentum. Langt er síðan staðan þar hefur verið betri. Þá hefur Trump flakkað um landið og farið mikinn í umræðu um flóttamannalestina sem gengur nú yfir Mexíkó í átt að Bandaríkjunum. Demókratar hafa margir hverjir einblínt á heilbrigðismál og andstöðu við hinn umdeilda forseta. Ýmsir skýrendur, til að mynda á fréttavefnum Politico, hafa haldið því fram að Demókratar nýti nú miðkjörtímabilskosningarnar til þess að finna bestu leiðina til þess að hafa Hvíta húsið af Trump árið 2020. Innan flokksins sé rætt um hvort betra sé að höfða til miðjunnar eða að fylgja þeirri þróun sem hefur orðið undanfarin ár að sækja lengra út á vænginn með því að stefna að aukinni ríkisvæðingu í heilbrigðismálum og því að ákæra Trump til embættismissis. Ljóst er, sama hvor stefnan er valin, að Demókratar munu geta hindrað störf Trumps forseta verulega, nái þeir meirihluta í að minnsta kosti annarri deild þingsins. Og útlit er fyrir það. Samkvæmt spálíkani tölfræðifréttavefsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannana, fjáröflunar, sögunnar og annarra þátta, eru 87,5 prósenta líkur á því að Demókratar taki fulltrúadeildina. Ástæðuna má til að mynda rekja til þess að meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur forsetanum og til þess að metfjöldi Repúblikana er nú að hætta á þingi og sæti þeirra því viðkvæmari. Samkvæmt FiveThirtyEight hallast rétt rúmur meirihluti þingsætanna 435 að Demókrötum og afar mjótt er á munum hvað snertir 18 í viðbót. Allt aðra sögu er að segja með öldungadeildina. Þar mælast, samkvæmt sömu stöðlum, 83,2 prósent líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta og eru þeir líklegri til þess að bæta við sig ef eitthvað er. Til dæmis er nærri öruggt að Repúblikanar hirði Norður-Dakóta en þar mælist Repúblikaninn með tíu prósentustiga forskot. Kortið svokallaða er óhagstætt Demókrötum en kosið er um þriðjung þeirra hundrað sæta sem eru í öldungadeildinni. Þar af þurfa Demókratar, og óháðir á þeirra bandi, að verja sæti í tíu ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum. Afar mjótt telst á munum í tveimur ríkjum en þar mælast Repúblikanar þó með forskot í könnunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag. Fjölmargir kjósa til öldungadeildar þingsins, allir til fulltrúadeildar, einhverjir til ríkisstjóra. Að auki er kosið um stöður innan hvers ríkis, þing og embætti, og þá eru ýmis mál á kjörseðlinum í hverju ríki fyrir sig. Mestur áhugi er á kosningum til beggja deilda bandaríska þingsins sem og á nokkrum ríkisstjórastólum. Staðan þar til næstu tveggja ára gæti haft mikil áhrif á þennan síðari hluta kjörtímabils Donalds Trump forseta og er afar mikið í húfi. Frambjóðendur beggja flokka hafa fullyrt að um sé að ræða „mikilvægustu miðkjörtímabilskosningar í langan tíma“. Einblínt verður á þær kosningar á næturvakt á Fréttablaðið.is í nótt. Kjörstöðum verður lokað víða á miðnætti og má vænta úrslita upp úr því. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ekki er hægt að segja að hún hafi markast af einu ákveðnu máli. Á lokasprettinum nú hafa Repúblikanar einna helst einbeitt sér að efnahagsmálum enda fer störfum fjölgandi og atvinnuleysi mælist undir fjórum prósentum. Langt er síðan staðan þar hefur verið betri. Þá hefur Trump flakkað um landið og farið mikinn í umræðu um flóttamannalestina sem gengur nú yfir Mexíkó í átt að Bandaríkjunum. Demókratar hafa margir hverjir einblínt á heilbrigðismál og andstöðu við hinn umdeilda forseta. Ýmsir skýrendur, til að mynda á fréttavefnum Politico, hafa haldið því fram að Demókratar nýti nú miðkjörtímabilskosningarnar til þess að finna bestu leiðina til þess að hafa Hvíta húsið af Trump árið 2020. Innan flokksins sé rætt um hvort betra sé að höfða til miðjunnar eða að fylgja þeirri þróun sem hefur orðið undanfarin ár að sækja lengra út á vænginn með því að stefna að aukinni ríkisvæðingu í heilbrigðismálum og því að ákæra Trump til embættismissis. Ljóst er, sama hvor stefnan er valin, að Demókratar munu geta hindrað störf Trumps forseta verulega, nái þeir meirihluta í að minnsta kosti annarri deild þingsins. Og útlit er fyrir það. Samkvæmt spálíkani tölfræðifréttavefsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannana, fjáröflunar, sögunnar og annarra þátta, eru 87,5 prósenta líkur á því að Demókratar taki fulltrúadeildina. Ástæðuna má til að mynda rekja til þess að meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur forsetanum og til þess að metfjöldi Repúblikana er nú að hætta á þingi og sæti þeirra því viðkvæmari. Samkvæmt FiveThirtyEight hallast rétt rúmur meirihluti þingsætanna 435 að Demókrötum og afar mjótt er á munum hvað snertir 18 í viðbót. Allt aðra sögu er að segja með öldungadeildina. Þar mælast, samkvæmt sömu stöðlum, 83,2 prósent líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta og eru þeir líklegri til þess að bæta við sig ef eitthvað er. Til dæmis er nærri öruggt að Repúblikanar hirði Norður-Dakóta en þar mælist Repúblikaninn með tíu prósentustiga forskot. Kortið svokallaða er óhagstætt Demókrötum en kosið er um þriðjung þeirra hundrað sæta sem eru í öldungadeildinni. Þar af þurfa Demókratar, og óháðir á þeirra bandi, að verja sæti í tíu ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum. Afar mjótt telst á munum í tveimur ríkjum en þar mælast Repúblikanar þó með forskot í könnunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30
Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30
Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15