Hylltur sem hetja eftir að hafa ráðist að byssumanni með ryksugu og kústi Sylvía Hall skrifar 5. nóvember 2018 18:17 Joshua Quick var hetja margra á föstudag þegar hann réðst að byssumanninum. Skjáskot Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Tveir létust þegar byssumaður hóf skothríð í jógastöð í Tallahassee í Flórída á föstudag. Árásarmaðurinn, fertugur karlmaður að nafni Paul Beierle, svipti sig lífi eftir að hafa skotið sex manns. Maður að nafni Joshua Quick var þó bjargvættur margra þegar hann glímdi við árásarmanninn þegar skotvopnið virtist bilað. Hann greip ryksugu sem var í salnum og sló Beierle í höfuðið sem sló Quick til baka í andlitið með vopninu. Eftir höggið frá Beierle féll Quick í jörðina en spratt fljótlega á fætur. „Ég sótti það eina sem ég fann annað en ryksuguna sem var kústur og sló hann í höfuðið með honum,“ sagði Quick í samtali við Good Morning America.Yoga studio shooting hero shares his story: reveals how he confronted gunman in deadly attack: https://t.co/VCO5LgLT1j@ztkiesch has the story. pic.twitter.com/fiTbEiGvPO — Good Morning America (@GMA) 4 November 2018 Hugrekki sem bjargaði lífi margra Áflogin milli mannanna urðu til þess að margir náðu að flýja salinn og hafa margir þakkað Quick fyrir hugrekkið. Án hans væru þau ekki á lífi. Daniela Garcia Albalat, einn iðkendanna, var skotin í lærið í jógatímanum en náði að koma sér út þegar Quick réðst að árásarmanninum. Hún segir hann hafa bjargað lífi sínu þegar hún hélt fyrir víst að hún myndi deyja. Tvær konur, 21 árs og 61 árs, létust í árásinni og voru þær báðar iðkendur í tímanum á föstudag. Lögregluyfirvöld hafa ekki gefið út hvað þeir gruna að liggi að baki árásinni en margir hafa dregið þá ályktun frá Facebook-færslum árásarmannsins að kvenfyrirlitning hafi verið helsta ástæða hennar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hóf skothríð í jógastöð og myrti tvo Árásarmaðurinn hóf skothríð á iðkendur í jógastöð í höfuðborg Flórídaríkis í gærkvöldi. 3. nóvember 2018 10:46