Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 13:13 Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í nóvember 2011 Fréttablaðið/Anton Brink Wow air mun halda óbreyttum rekstri sem sjálfstætt dótturfélag Icelandair Group. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, sendi starfsmönnum flugfélagsins í dag eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair á því. Kaupsamningur flugfélaganna tveggja felur í sér að Icelandair Group eignist allt hlutafé í Wow air. Það hefur fram að þessu verið að fullu í eigu Skúla. Kaupin eru háð fyrirvara um að hluthafafundur Icelandair Group samþykki þau, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Í bréfi sínu til starfsmanna sem sent var á ensku segist Skúli áætla að ferlið gæti tekið þrjár vikur. Hann segist gera sér grein fyrir að tilkynningin sé mörgum áfall. Salan til Icelandair Group hafi ekki verið í upphaflegri áætlun hans. Vísar hann hins vegar til erfiðra „ytri aðstæðna“ sem hafi aðeins versnað. Skúli fullyrðir að engin breyting verði á daglegum rekstri Wow air sem muni áfram þjóna farþegum og áfangastöðum sem félagið hefur verið með. „Ég hvet ykkur til þess að líta á þetta sem tækifæri til að halda ferð okkar áfram núna sem hluta af miklu sterki heild sem gerir okkur kleift að ná árangri til lengri tíma litið,“ segir í bréfinu.Bréf Skúla Mogensen til starfsmanna Wow air í íslenskri þýðingu Vísis:Kæru vinirÞegar við byrjuðum með Wow air fyrir sjö árum árum hefði ég aldrei getað ímyndað mér þau ótrúlegu ævintýri sem Wow air hefur verið. Við höfum breytt fluglandslaginu á Íslandi varanlega og sett Wow air á kortið sem frumkvöðul í lágfargjaldaflugfélögum á lengri leiðum yfir Atlantshaf. Ég er ótrúlega stoltur af öllu sem við höfum áorkað og af frábæra WOW-teyminu.Það hafa verið margir sigrar en líka meiriháttar áskoranir. Þetta ár hefur verið sérstaklega krefjandi í samanburði við ótrúlegan vöxt og velgengni sem við höfum notið undanfarin ár. Því miður hefur ytri aðstæðum haldið áfram að hraka og útlitið fyrir mörg flugfélög hefur orðið gríðarlega slæmt. Wow air er engin undantekning og þrátt fyrir að við höfum unnið myrkranna á milli til þess að bæta horfurnar stöndum við nú frammi fyrir gríðarlega erfiðum ákvörðunum.Niðurstaðan er að Icelandair Group kaupir Wow air og við verðum sjálfstætt dótturfélag Icelandair Group. Kaupin eru ennþá háð samþykkti hluthafa Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta mun taka um það bil þrjár vikur.Við höfum unnið stíft að því með Icelandair Group-teyminu undanfarna 48 klukkutíma að tryggja að við getum nýtt þetta tækifæri sem best. Það verður engin breyting á daglegum rekstri okkar og við munum halda áfram að þjóna farþegum okkar og áfangastöðum eins og áður með því markmiði að halda áfram að bjóða upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið.Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður mörgum ykkar áfall og augljóslega var þetta ekki hluti af upphaflegu áætluninni. Engu að síður, vegna aðstæðna tel ég að þetta sé besta lausnin fyrir teymið okkar, farþegana okkar, tilvist Wow air sem lágfargjaldaflugfélags og ekki síst ferðaþjónustuiðnaðinn á Íslandi. Ég hvet ykkur til þess að líta á þetta sem tækifæri til að halda ferð okkar áfram núna sem hluta af miklu sterki heild sem gerir okkur kleift að ná árangri til lengri tíma litið.Þakka ykkur öllum fyrir frábær störf ykkar. Það verður starfsmannafundur kl. 12:30 á sjöunda hæð höfuðstöðvanna. Ég vonast til þess að sjá ykkur þar. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber. 5. nóvember 2018 12:45 Kaupverðið rúmir tveir milljarðar króna Icelandair Group keypti WOW Air á rúmlega tvo milljarða króna sé miðað við 5,4% hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW Air eignast eftir kaupin. 5. nóvember 2018 12:44 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Wow air mun halda óbreyttum rekstri sem sjálfstætt dótturfélag Icelandair Group. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, sendi starfsmönnum flugfélagsins í dag eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair á því. Kaupsamningur flugfélaganna tveggja felur í sér að Icelandair Group eignist allt hlutafé í Wow air. Það hefur fram að þessu verið að fullu í eigu Skúla. Kaupin eru háð fyrirvara um að hluthafafundur Icelandair Group samþykki þau, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Í bréfi sínu til starfsmanna sem sent var á ensku segist Skúli áætla að ferlið gæti tekið þrjár vikur. Hann segist gera sér grein fyrir að tilkynningin sé mörgum áfall. Salan til Icelandair Group hafi ekki verið í upphaflegri áætlun hans. Vísar hann hins vegar til erfiðra „ytri aðstæðna“ sem hafi aðeins versnað. Skúli fullyrðir að engin breyting verði á daglegum rekstri Wow air sem muni áfram þjóna farþegum og áfangastöðum sem félagið hefur verið með. „Ég hvet ykkur til þess að líta á þetta sem tækifæri til að halda ferð okkar áfram núna sem hluta af miklu sterki heild sem gerir okkur kleift að ná árangri til lengri tíma litið,“ segir í bréfinu.Bréf Skúla Mogensen til starfsmanna Wow air í íslenskri þýðingu Vísis:Kæru vinirÞegar við byrjuðum með Wow air fyrir sjö árum árum hefði ég aldrei getað ímyndað mér þau ótrúlegu ævintýri sem Wow air hefur verið. Við höfum breytt fluglandslaginu á Íslandi varanlega og sett Wow air á kortið sem frumkvöðul í lágfargjaldaflugfélögum á lengri leiðum yfir Atlantshaf. Ég er ótrúlega stoltur af öllu sem við höfum áorkað og af frábæra WOW-teyminu.Það hafa verið margir sigrar en líka meiriháttar áskoranir. Þetta ár hefur verið sérstaklega krefjandi í samanburði við ótrúlegan vöxt og velgengni sem við höfum notið undanfarin ár. Því miður hefur ytri aðstæðum haldið áfram að hraka og útlitið fyrir mörg flugfélög hefur orðið gríðarlega slæmt. Wow air er engin undantekning og þrátt fyrir að við höfum unnið myrkranna á milli til þess að bæta horfurnar stöndum við nú frammi fyrir gríðarlega erfiðum ákvörðunum.Niðurstaðan er að Icelandair Group kaupir Wow air og við verðum sjálfstætt dótturfélag Icelandair Group. Kaupin eru ennþá háð samþykkti hluthafa Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta mun taka um það bil þrjár vikur.Við höfum unnið stíft að því með Icelandair Group-teyminu undanfarna 48 klukkutíma að tryggja að við getum nýtt þetta tækifæri sem best. Það verður engin breyting á daglegum rekstri okkar og við munum halda áfram að þjóna farþegum okkar og áfangastöðum eins og áður með því markmiði að halda áfram að bjóða upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið.Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður mörgum ykkar áfall og augljóslega var þetta ekki hluti af upphaflegu áætluninni. Engu að síður, vegna aðstæðna tel ég að þetta sé besta lausnin fyrir teymið okkar, farþegana okkar, tilvist Wow air sem lágfargjaldaflugfélags og ekki síst ferðaþjónustuiðnaðinn á Íslandi. Ég hvet ykkur til þess að líta á þetta sem tækifæri til að halda ferð okkar áfram núna sem hluta af miklu sterki heild sem gerir okkur kleift að ná árangri til lengri tíma litið.Þakka ykkur öllum fyrir frábær störf ykkar. Það verður starfsmannafundur kl. 12:30 á sjöunda hæð höfuðstöðvanna. Ég vonast til þess að sjá ykkur þar.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber. 5. nóvember 2018 12:45 Kaupverðið rúmir tveir milljarðar króna Icelandair Group keypti WOW Air á rúmlega tvo milljarða króna sé miðað við 5,4% hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW Air eignast eftir kaupin. 5. nóvember 2018 12:44 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber. 5. nóvember 2018 12:45
Kaupverðið rúmir tveir milljarðar króna Icelandair Group keypti WOW Air á rúmlega tvo milljarða króna sé miðað við 5,4% hlutafjár Icelandair Group sem hluthafar WOW Air eignast eftir kaupin. 5. nóvember 2018 12:44
Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30