„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2018 10:59 Tilkynning sem Jónas formaður sendir fyrir hönd stjórnar SÍ er afar harðorð og sakar hann Heiðveigu Maríu meðal annars um að hafa ítrekað borið upplognar sakir á stjórnina. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur fyrir hönd stjórnar sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að stjórn muni ekki fallast á kröfu um félagsfund. Í lok tilkynningar segir að félagið verði „ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“. Þá segir í tilkynningunni að Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýverið var rekin úr félaginu, hafi „ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti.“ Það var á þeim foresendum sem tekin var ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Þá segir Jónas að engin áform séu uppi um að draga brottvikningu hennar til baka. „Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.“Vísir greindi frá því í síðustu viku að fram hafi verið lagður undirskriftalisti á annað hundrað félagsmanna þar sem krafist var félagsfundar þar sem málið yrði rætt og tekin afstaða til þess. Í tilkynningunni er litið til þessa: „Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn.“Tilkynning stjórnar í heild sinniHeiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.Efnt var til undirskriftasöfnunar vegna áskorunar um að haldinn yrði félagsfundur. Undirskriftalistinn var sendur til skrifstofu félagsins eftir lokun klukkan fjögur síðastliðinn föstudag. Rúmum sólarhring síðar, eða klukkan tvö að morgni sunnudagsins, sendu aðstandendur söfnunarinnar frá sér harðorð mótmæli vegna þess að félagið hefði ekki kvittað fyrir móttöku listans og brugðist við honum með því að boða til félagsfundar strax þessa sömu helgi. Í fréttum var skýrt frá því að safnast hefðu 163 undirskriftir en samkvæmt lögum félagsins þarf stjórn að boða til félagsfundar ef 100 félagsmenn eða fleiri fara fram á það og tilgreina fundarefni.Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn. Hinir eitt hundrað og ellefu eru það ekki. Í þessum þætti fjölmiðlafarsans er sama innistæðan og í öllum hinum. Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap; ólöglegar lagabreytingar, fölsun fundargerða og að slíta blaðsíður úr fundargerðabók. Ávirðingar Heiðveigar Maríu hafa komið í veg fyrir löngu tímabæra sameiningu sjómanna sem hún hefur kallað „klikkaðar tilraunir“.Það verður ekki boðað til félagsfundar í Sjómannafélagi Íslands á grundvelli þessara undirskrifta. Hins vegar verður trúnaðarmannaráð félagsins sem tók ákvörðun um brottvikningu Heiðveigar Maríu kallað saman fljótlega. Um kjörgengi í stjórnarkosningum þarf hins vegar ekki að ræða. Brottvikningin skiptir engu máli hvað það varðar. Þar eru lög félagsins um hið minnsta þriggja ára félagsaðild afar skýr. Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks.Reykjavík 5. nóvember 2018Jónas Garðarssonformaður Sjómannafélags Íslandsp ný staða. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur fyrir hönd stjórnar sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að stjórn muni ekki fallast á kröfu um félagsfund. Í lok tilkynningar segir að félagið verði „ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“. Þá segir í tilkynningunni að Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýverið var rekin úr félaginu, hafi „ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti.“ Það var á þeim foresendum sem tekin var ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Þá segir Jónas að engin áform séu uppi um að draga brottvikningu hennar til baka. „Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.“Vísir greindi frá því í síðustu viku að fram hafi verið lagður undirskriftalisti á annað hundrað félagsmanna þar sem krafist var félagsfundar þar sem málið yrði rætt og tekin afstaða til þess. Í tilkynningunni er litið til þessa: „Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn.“Tilkynning stjórnar í heild sinniHeiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.Efnt var til undirskriftasöfnunar vegna áskorunar um að haldinn yrði félagsfundur. Undirskriftalistinn var sendur til skrifstofu félagsins eftir lokun klukkan fjögur síðastliðinn föstudag. Rúmum sólarhring síðar, eða klukkan tvö að morgni sunnudagsins, sendu aðstandendur söfnunarinnar frá sér harðorð mótmæli vegna þess að félagið hefði ekki kvittað fyrir móttöku listans og brugðist við honum með því að boða til félagsfundar strax þessa sömu helgi. Í fréttum var skýrt frá því að safnast hefðu 163 undirskriftir en samkvæmt lögum félagsins þarf stjórn að boða til félagsfundar ef 100 félagsmenn eða fleiri fara fram á það og tilgreina fundarefni.Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn. Hinir eitt hundrað og ellefu eru það ekki. Í þessum þætti fjölmiðlafarsans er sama innistæðan og í öllum hinum. Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap; ólöglegar lagabreytingar, fölsun fundargerða og að slíta blaðsíður úr fundargerðabók. Ávirðingar Heiðveigar Maríu hafa komið í veg fyrir löngu tímabæra sameiningu sjómanna sem hún hefur kallað „klikkaðar tilraunir“.Það verður ekki boðað til félagsfundar í Sjómannafélagi Íslands á grundvelli þessara undirskrifta. Hins vegar verður trúnaðarmannaráð félagsins sem tók ákvörðun um brottvikningu Heiðveigar Maríu kallað saman fljótlega. Um kjörgengi í stjórnarkosningum þarf hins vegar ekki að ræða. Brottvikningin skiptir engu máli hvað það varðar. Þar eru lög félagsins um hið minnsta þriggja ára félagsaðild afar skýr. Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks.Reykjavík 5. nóvember 2018Jónas Garðarssonformaður Sjómannafélags Íslandsp ný staða.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45