Dælingu haldið áfram í fyrramálið Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 21:54 Fjordvik í Helguvík. Vísir/Jóhann K. Dælingu úr sementsskipinu Fjordvik, sem strandaði við ytri hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags, hefur verið hætt. Dælingu á olíu úr skipinu verður framhaldið klukkan átta í fyrramálið. Haldinn var fundur um stöðu mála í kvöld þar sem mættir voru fulltrúar Reykjanesbæjar, Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslunnar og hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar. Hollensku sérfræðingarnir, frá alþjóðlega fyrirtækinu sem sérhæfir sig í björgun skipa, sátu fundinn en Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir í samtali við Vísi sérfræðingana ekki hafa lagt fram aðgerðaáætlun um hvernig bjarga eigi skipinu. Sú vinna sé enn í gangi. Hún segir að menn telji ekki að skaði hafi orðið af olíuleka frá skipinu. Nú sé allt kapp lagt á að ná olíu úr skipinu til að draga úr líkum á tjóni. Það sem skipti mestu máli sé að gera það af öryggi og fagmennsku. Að sögn Kristínar hefur mikið starf farið í að tryggja skipið og þar togist á ýmis sjónarmið. Eigendur skipsins vilji að sjálfsögðu ekki glata skipinu en öryggi fólks og umhverfis hafi forgang í þessu máli. Fundað verður aftur í hádeginu á morgun. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Dælingu úr sementsskipinu Fjordvik, sem strandaði við ytri hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags, hefur verið hætt. Dælingu á olíu úr skipinu verður framhaldið klukkan átta í fyrramálið. Haldinn var fundur um stöðu mála í kvöld þar sem mættir voru fulltrúar Reykjanesbæjar, Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslunnar og hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar. Hollensku sérfræðingarnir, frá alþjóðlega fyrirtækinu sem sérhæfir sig í björgun skipa, sátu fundinn en Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir í samtali við Vísi sérfræðingana ekki hafa lagt fram aðgerðaáætlun um hvernig bjarga eigi skipinu. Sú vinna sé enn í gangi. Hún segir að menn telji ekki að skaði hafi orðið af olíuleka frá skipinu. Nú sé allt kapp lagt á að ná olíu úr skipinu til að draga úr líkum á tjóni. Það sem skipti mestu máli sé að gera það af öryggi og fagmennsku. Að sögn Kristínar hefur mikið starf farið í að tryggja skipið og þar togist á ýmis sjónarmið. Eigendur skipsins vilji að sjálfsögðu ekki glata skipinu en öryggi fólks og umhverfis hafi forgang í þessu máli. Fundað verður aftur í hádeginu á morgun.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08 Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hafnsögumaðurinn í Helguvík: „Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum” Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall. 4. nóvember 2018 11:08
Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. 4. nóvember 2018 19:00