Biðin eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum lengist Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 19:14 Kelsey Grammer, fyrir miðju, ásamt leikurum þáttanna um Frasier Crane. Leikarinn Kelsey Grammer hafði lýst yfir áhuga að koma sjónvarpsþáttunum Frasier aftur á dagskrá. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir á tíunda áratug síðustu aldar en þeir sögðu frá lífi og störfum geðlæknisins Frasier Crane sem flytur aftur til heimaborgar sinnar Seattle. Frasier birtist fyrst á skjánum sem karakter í þáttunum Cheers, eða Staupasteini. Þar gerist hann útvarpsþáttastjórnandi sem veitir hlustendum ráð í beinni útsendingu á milli þess sem hann á í skrautlegum samskiptum við bróður sinn og föður.Ellefur þáttaraðir voru gerðar áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Nú mörgum árum síðar er Grammer í leit að góðum hugmyndum til að endurgera þættina en segist enn ekki hafa heyrt eina góða. 25 ár eru síðan fyrsti þátturinn var frumsýndur og voru leikararnir viðstaddir pallborðsumræður á USC gamanráðstefnunni um liðna helgi þar sem þeir ræddu meðal annars mögulegt framhald.Grammer sagðist hafa hitt fjölda handritshöfunda en hugmyndirnar hafi ekki kveikt áhuga. „Engin þeirra hefur haft þennan neista sem við leitum að,“ sagði Grammer og bætti við að leikarnir hefðu ekki áhuga á að fylgja nákvæmlegu sömu uppskrift aftur.Grammer bætti við að það kæmi ekki til greina að gera þættina án þeirra sem léku í þeim áður, þar á meðal David Hyde Pierce, sem lék bróður Frasier, Jana Leeves og Peri Gilpin. Sá sem lék föður Frasier, John Mahoney, lést í febrúar síðastliðnum. Það verður því nokkur bið eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum ef marka má þessar fregnir af gangi mála þegar kemur að nýjum Frasier þáttum. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn Kelsey Grammer hafði lýst yfir áhuga að koma sjónvarpsþáttunum Frasier aftur á dagskrá. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir á tíunda áratug síðustu aldar en þeir sögðu frá lífi og störfum geðlæknisins Frasier Crane sem flytur aftur til heimaborgar sinnar Seattle. Frasier birtist fyrst á skjánum sem karakter í þáttunum Cheers, eða Staupasteini. Þar gerist hann útvarpsþáttastjórnandi sem veitir hlustendum ráð í beinni útsendingu á milli þess sem hann á í skrautlegum samskiptum við bróður sinn og föður.Ellefur þáttaraðir voru gerðar áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Nú mörgum árum síðar er Grammer í leit að góðum hugmyndum til að endurgera þættina en segist enn ekki hafa heyrt eina góða. 25 ár eru síðan fyrsti þátturinn var frumsýndur og voru leikararnir viðstaddir pallborðsumræður á USC gamanráðstefnunni um liðna helgi þar sem þeir ræddu meðal annars mögulegt framhald.Grammer sagðist hafa hitt fjölda handritshöfunda en hugmyndirnar hafi ekki kveikt áhuga. „Engin þeirra hefur haft þennan neista sem við leitum að,“ sagði Grammer og bætti við að leikarnir hefðu ekki áhuga á að fylgja nákvæmlegu sömu uppskrift aftur.Grammer bætti við að það kæmi ekki til greina að gera þættina án þeirra sem léku í þeim áður, þar á meðal David Hyde Pierce, sem lék bróður Frasier, Jana Leeves og Peri Gilpin. Sá sem lék föður Frasier, John Mahoney, lést í febrúar síðastliðnum. Það verður því nokkur bið eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum ef marka má þessar fregnir af gangi mála þegar kemur að nýjum Frasier þáttum.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira