Wilson lét þessi orð falla í spjallþætti Ellen Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda en myndin Isn´t It Romantic er á leið í kvikmyndahús.
„Ég er stolt af því að vera fyrsta stelpan í yfirstærð sem er stjarna rómantískrar gamanmyndar,“ sagði Wilson.
Mo´Nique bað Wilson vinsamlegast um að taka ekki þátt í því að endurskrifa söguna og óskaði henni um leið alls hins besta.
Hey my sweet sister. Let's please not allow this business to erase our talent with giving grey areas and technicalities. Take a moment and know the history. DON'T BE A PART OF ERASING IT. I wish you the best.
— Mo'Nique Worldwide (@moworldwide) 3 November 2018
Rebel Wilson hafði áður sagt að það væri álitaefni hvort að Mo´Nique og Queen Latifah hefðu verið í yfirstærð þegar þær léku í umræddum rómantískum gamanmyndum og velti jafnvel fyrir sér hvort þær myndir falli í þann flokk að teljast rómantískar myndir.