Áhöfn Fjordvik til ráðgjafar í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 19:00 Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta. Strand í Helguvík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag. Starfsmenn Köfunarþjónustunnar smíðuðu í nótt og í morgun landgöngubrú í flutningaskipið og klukkan tíu í morgun fóru tveir hollenskir sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent um borð til að meta aðstæður. Fundur með þeim og viðbragðsteymi var haldinn í hádeginu og eftir hann var ákveðið að dæla olíu úr skipinu en talið er að um 100 tonn af díselmarineolíu sé um borð en eitthvað af henni hefur lekið út í sjó. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að sjór hafi lekið inní skipið. „Það er sjór í lestum og vélarrúmi og menn ætla að létta á skipinu og vernda umhverfið með því að fjarlægja olíuna sem er um borð,“ segir Kjartan. Áhætta getur fylgt slíkri dælingu og tók nokkurn tíma í dag að fá leyfi fyrir dælingunni hjá Umhverfisstofnun í dag. Þrír sérfræðingar frá björgunarfyrirtækinu Ardent komu í viðbót í dag. Fyrirtækið sérhæfir sig í björgun á vermætum og var kallað til af tryggingarfélagi og útgerð skipsins. Áhöfn skipsins hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulegar eigur sínar um borð en ekki verður hægt að leyfa slíkt fyrr en dælingu er lokið. Þá mættu skipstjóri Fjordvik og fleiri á svæðið í dag til að veita ráðgjöf. Nokkur orðaskipti þurftu milli þeirra og viðbragðsteymis á svæðinu áður en þeim var hleypt inn. Varðskipin Týr og Þór frá Landhelgisgæslunni lóna skammt frá skipinu tilbúin að veita aðstoð ef þörf er á. Á upplýsingum á vefsíðunni Marine Traffic má sjá að aðeins liðu nokkrar mínútur liðu frá því að að skipið tók lokabeygju að höfninni í Helguvík þar til ljóst var að það stefndi öfugu megin við hafnargarðinn þar sem það strandaði. Hafnsögumaðurinn sem var um borð þegar skipið strandaði sagðist í færslu á Facebook í morgun að alls konar sögur fari af stað og sumir hafi verið svo grófir að ráðast á börnin hans með yfirlýsingum og dónaskap. Hann bíði með upplýsingar um hvað hafi gerst en kvíði ekki sjóprófum. Næsti fundur viðbragðsteymisins verður í kvöld klukkan átta.
Strand í Helguvík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira