Franska þjóðfylkingin stærri en flokkur forsetans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 10:53 Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en "En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Getty/ Antonio Masiello Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30
Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45
Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32
Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56
Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10