Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 10:37 Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.h.) og Donald Trump Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi þeirra í Singapúr fyrr á árinu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14
Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44
Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00