Loks náði Houston í sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 10:04 James Harden fagnar körfu Vísir/Getty Houston Rockets batt enda á fjögurra leikja taphrinu sína í nótt með útisigri á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors höfðu betur gegn Minnesota Timberwolves. Houston vann deildarkeppni Vestudeildarinnar síðasta vetur en tapaði fyrir meisturunum í Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildar. Þetta tímabil hefur hins vegar ekki byrjað vel og Houston var sjö stigum undir eftir fyrsta leihluta í Brooklyn í nótt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 56-61 fyrir heimamenn í Brooklyn. Chris Paul fór mikinn í liði Rockets sem vann báða fjórðungana í seinni hálfleik og fór að lokum með 119-111 sigur. Paul var með 32 stig og 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony bætti við 28 stigum, hans besta á tímabilinu til þessa.Carmelo Anthony posts a season-high 28 PTS (6 3PM) in the @HoustonRockets road win! #Rocketspic.twitter.com/1eMgJI1U8K — NBA (@NBA) November 3, 2018 Meistararnir í Golden State hafa unnið alla fimm heimaleiki sína til þessa á tímabilinu og var enginn breyting á yfirburðum þeirra í Oakland í nótt þegar Minnesota Timberwolves mættu í heimsókn. Kevin Durant skoraði 33 stig og Stephen Curry 28 í sjöunda sigri Golden State í röð. Lokatölur í leiknum voru 116-99 Warriors í vil. Draymond Green átti frábæran leik og sagði þjálfarinn Steve Kerr að hann hefði líklega aldrei séð Green spila betur. Kevin Durant (33), Steph Curry (28), & Klay Thompson (22) combine for 83 points to fuel the @warriors 7th win in a row! #DubNationpic.twitter.com/HAgmUcLuKi — NBA (@NBA) November 3, 2018 Toronto Raptors náðu í annan útisigur sinn á tímabilinu í Phoenix og eru 8-1 á toppi Austurdeildarinnar. Toronto spilaði ekki sinn besta leik en náðu þó að sigla 107-98 sigri og hefur liðið aldrei byrjað tímabil betur í sögu félagsins. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Raptors með 19 stig og Jonas Valanciunas setti 16.Kyle Lowry (11 PTS, 12 AST, 6 REB) posts his 7th straight game with 10+ assists in the @Raptors road W! #WeTheNorthpic.twitter.com/DUQq2VaJd3 — NBA (@NBA) November 3, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - LA Clippers 95-120 Brooklyn Nets - Houston Rockets 111-119 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 111-134 Chicago Bulls - Indiana Pacers 105-107 Dallas Mavericks - New York Knicks 106-118 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 100-110 Phoenix Suns - Toronto Raptors 98-107 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-99 NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Houston Rockets batt enda á fjögurra leikja taphrinu sína í nótt með útisigri á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors höfðu betur gegn Minnesota Timberwolves. Houston vann deildarkeppni Vestudeildarinnar síðasta vetur en tapaði fyrir meisturunum í Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildar. Þetta tímabil hefur hins vegar ekki byrjað vel og Houston var sjö stigum undir eftir fyrsta leihluta í Brooklyn í nótt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 56-61 fyrir heimamenn í Brooklyn. Chris Paul fór mikinn í liði Rockets sem vann báða fjórðungana í seinni hálfleik og fór að lokum með 119-111 sigur. Paul var með 32 stig og 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony bætti við 28 stigum, hans besta á tímabilinu til þessa.Carmelo Anthony posts a season-high 28 PTS (6 3PM) in the @HoustonRockets road win! #Rocketspic.twitter.com/1eMgJI1U8K — NBA (@NBA) November 3, 2018 Meistararnir í Golden State hafa unnið alla fimm heimaleiki sína til þessa á tímabilinu og var enginn breyting á yfirburðum þeirra í Oakland í nótt þegar Minnesota Timberwolves mættu í heimsókn. Kevin Durant skoraði 33 stig og Stephen Curry 28 í sjöunda sigri Golden State í röð. Lokatölur í leiknum voru 116-99 Warriors í vil. Draymond Green átti frábæran leik og sagði þjálfarinn Steve Kerr að hann hefði líklega aldrei séð Green spila betur. Kevin Durant (33), Steph Curry (28), & Klay Thompson (22) combine for 83 points to fuel the @warriors 7th win in a row! #DubNationpic.twitter.com/HAgmUcLuKi — NBA (@NBA) November 3, 2018 Toronto Raptors náðu í annan útisigur sinn á tímabilinu í Phoenix og eru 8-1 á toppi Austurdeildarinnar. Toronto spilaði ekki sinn besta leik en náðu þó að sigla 107-98 sigri og hefur liðið aldrei byrjað tímabil betur í sögu félagsins. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Raptors með 19 stig og Jonas Valanciunas setti 16.Kyle Lowry (11 PTS, 12 AST, 6 REB) posts his 7th straight game with 10+ assists in the @Raptors road W! #WeTheNorthpic.twitter.com/DUQq2VaJd3 — NBA (@NBA) November 3, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - LA Clippers 95-120 Brooklyn Nets - Houston Rockets 111-119 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 111-134 Chicago Bulls - Indiana Pacers 105-107 Dallas Mavericks - New York Knicks 106-118 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 100-110 Phoenix Suns - Toronto Raptors 98-107 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-99
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira