Loks náði Houston í sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 10:04 James Harden fagnar körfu Vísir/Getty Houston Rockets batt enda á fjögurra leikja taphrinu sína í nótt með útisigri á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors höfðu betur gegn Minnesota Timberwolves. Houston vann deildarkeppni Vestudeildarinnar síðasta vetur en tapaði fyrir meisturunum í Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildar. Þetta tímabil hefur hins vegar ekki byrjað vel og Houston var sjö stigum undir eftir fyrsta leihluta í Brooklyn í nótt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 56-61 fyrir heimamenn í Brooklyn. Chris Paul fór mikinn í liði Rockets sem vann báða fjórðungana í seinni hálfleik og fór að lokum með 119-111 sigur. Paul var með 32 stig og 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony bætti við 28 stigum, hans besta á tímabilinu til þessa.Carmelo Anthony posts a season-high 28 PTS (6 3PM) in the @HoustonRockets road win! #Rocketspic.twitter.com/1eMgJI1U8K — NBA (@NBA) November 3, 2018 Meistararnir í Golden State hafa unnið alla fimm heimaleiki sína til þessa á tímabilinu og var enginn breyting á yfirburðum þeirra í Oakland í nótt þegar Minnesota Timberwolves mættu í heimsókn. Kevin Durant skoraði 33 stig og Stephen Curry 28 í sjöunda sigri Golden State í röð. Lokatölur í leiknum voru 116-99 Warriors í vil. Draymond Green átti frábæran leik og sagði þjálfarinn Steve Kerr að hann hefði líklega aldrei séð Green spila betur. Kevin Durant (33), Steph Curry (28), & Klay Thompson (22) combine for 83 points to fuel the @warriors 7th win in a row! #DubNationpic.twitter.com/HAgmUcLuKi — NBA (@NBA) November 3, 2018 Toronto Raptors náðu í annan útisigur sinn á tímabilinu í Phoenix og eru 8-1 á toppi Austurdeildarinnar. Toronto spilaði ekki sinn besta leik en náðu þó að sigla 107-98 sigri og hefur liðið aldrei byrjað tímabil betur í sögu félagsins. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Raptors með 19 stig og Jonas Valanciunas setti 16.Kyle Lowry (11 PTS, 12 AST, 6 REB) posts his 7th straight game with 10+ assists in the @Raptors road W! #WeTheNorthpic.twitter.com/DUQq2VaJd3 — NBA (@NBA) November 3, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - LA Clippers 95-120 Brooklyn Nets - Houston Rockets 111-119 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 111-134 Chicago Bulls - Indiana Pacers 105-107 Dallas Mavericks - New York Knicks 106-118 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 100-110 Phoenix Suns - Toronto Raptors 98-107 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-99 NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Houston Rockets batt enda á fjögurra leikja taphrinu sína í nótt með útisigri á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors höfðu betur gegn Minnesota Timberwolves. Houston vann deildarkeppni Vestudeildarinnar síðasta vetur en tapaði fyrir meisturunum í Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildar. Þetta tímabil hefur hins vegar ekki byrjað vel og Houston var sjö stigum undir eftir fyrsta leihluta í Brooklyn í nótt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 56-61 fyrir heimamenn í Brooklyn. Chris Paul fór mikinn í liði Rockets sem vann báða fjórðungana í seinni hálfleik og fór að lokum með 119-111 sigur. Paul var með 32 stig og 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony bætti við 28 stigum, hans besta á tímabilinu til þessa.Carmelo Anthony posts a season-high 28 PTS (6 3PM) in the @HoustonRockets road win! #Rocketspic.twitter.com/1eMgJI1U8K — NBA (@NBA) November 3, 2018 Meistararnir í Golden State hafa unnið alla fimm heimaleiki sína til þessa á tímabilinu og var enginn breyting á yfirburðum þeirra í Oakland í nótt þegar Minnesota Timberwolves mættu í heimsókn. Kevin Durant skoraði 33 stig og Stephen Curry 28 í sjöunda sigri Golden State í röð. Lokatölur í leiknum voru 116-99 Warriors í vil. Draymond Green átti frábæran leik og sagði þjálfarinn Steve Kerr að hann hefði líklega aldrei séð Green spila betur. Kevin Durant (33), Steph Curry (28), & Klay Thompson (22) combine for 83 points to fuel the @warriors 7th win in a row! #DubNationpic.twitter.com/HAgmUcLuKi — NBA (@NBA) November 3, 2018 Toronto Raptors náðu í annan útisigur sinn á tímabilinu í Phoenix og eru 8-1 á toppi Austurdeildarinnar. Toronto spilaði ekki sinn besta leik en náðu þó að sigla 107-98 sigri og hefur liðið aldrei byrjað tímabil betur í sögu félagsins. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Raptors með 19 stig og Jonas Valanciunas setti 16.Kyle Lowry (11 PTS, 12 AST, 6 REB) posts his 7th straight game with 10+ assists in the @Raptors road W! #WeTheNorthpic.twitter.com/DUQq2VaJd3 — NBA (@NBA) November 3, 2018Úrslit næturinnar: Orlando Magic - LA Clippers 95-120 Brooklyn Nets - Houston Rockets 111-119 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 111-134 Chicago Bulls - Indiana Pacers 105-107 Dallas Mavericks - New York Knicks 106-118 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 100-110 Phoenix Suns - Toronto Raptors 98-107 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-99
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira