Alec Baldwin handtekinn fyrir að kýla mann vegna bílastæðis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 19:26 Baldwin hefir á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttum á borð við 30 Rock og Saturday Night Live. Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996. Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögregluembætti New York átti atvikið sér stað laust fyrir klukkan tvö að staðartíma og var leikarinn handtekinn og færður til lögreglustöðvar í Greenwich Village hverfi New York-borgar. Baldwin, sem varð sextugur á árinu, hefur á síðari árum verið hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum 30 Rock. Þá hefur hann gert garðinn frægan í þáttunum Saturday Night Live, þar sem hann hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta og gert óspart grín að honum. Trump-feðgar tjá sig um máliðÞegar Donald Trump fékk veður af máli Baldwin sagðist forsetinn eingöngu vilja óska leikaranum góðs gengis. Sonur forsetans, Donald Trump yngri, var heldur harðorðari en hann tísti um að Baldwin hefði fengið mýmörg tækifæri til þess að vera „sæmileg manneskja,“ en ítrekað mistekist. Þá kallaði hann leikarann „rusl.“Is anyone shocked at this piece of garbage anymore? As if the phone calls to his daughter weren’t bad enough. He’s a lib so he gets chance after chance to be decent but always fails! Alec Baldwin Arrested After Fight Over Parking Spot | NBC New York https://t.co/lFQoNRp9J6 — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 2, 2018 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin kemst í hann krappan utan leiklistarinnar en árið 2014 var honum gefið að sök að hafa hjólað gegn einstefnugötu í New York og hrópað ókvæðisorð að lögreglumanni. Því máli var þó vísað frá. Þá var Baldwin sýknaður af ásökunum um að hafa ráðist að ljósmyndara sem reyndi að mynda Baldwin og fjölskyldu hans í Los Angeles árið 1996.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira