Fólkið ekki yfirheyrt aftur fyrr en eftir helgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2018 10:40 Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið en það er alveg ónýtt. Vísir/Egill Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26