Opið bréf til Ingu Sæland Sigurlaug Benediktsdóttir skrifar 2. nóvember 2018 10:30 Sæl Inga, með hið umrædda frumvarp um breytingar á fóstureyðingarlöggjöf í huga, langar mig að skrifa þér nokkar hugleiðingar mínar. Ég er 45 ára, þriggja barna móðir. Ég starfa sem fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum, en ég hef unnið sem fæðingalæknir síðastliðin 15 ár, á Íslandi og í Svíþjóð. Í starfi mínu sem fæðingalæknir reyni ég af fagmennsku og samkennd að mæta öllum mínum skjólstæðingum með þau ólíku vandamál sem þungun og fæðingu fylgir. Allt í því augnamiði að móðir og barn komist sem best í gegnum þetta flókna ferli sem meðgangan og fæðingin er. Langoftast gengur allt vel, fyrir móður og barn, og afskipti mín eru lítil sem engin. Stundum eru vandamálin stór og flókin og útkoman ekki eins og vonir stóðu til, þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta horfurnar og lina þjáningarnar. Það verður ekki við allt ráðið. Það er þungi parturinn af vinnunni minni. Þrátt fyrir að vinnan sé krefjandi og stundum sorgleg, þá er hún óskaplega gefandi og gleðistundirnar mun fleiri en þungu stundirnar. Mig langar svo að vekja athygli þína á litlum hópi kvenna, sem eiga sér engan málsvara í ofannefndri frumvarpsumræðu, nema ef vera skyldi einhvern eins og mig. Þetta eru konur sem leita á kvennadeildina eftir 16. viku þungunar og óska eftir fóstureyðingu af félagslegum ástæðum. Þessum örfáu tilfellum er best lýst með dæmum (ég tek það fram að dæmin mín eru tilbúningur, bara týpisk dæmi sem ég hef hitt í gegnum tíðina í vinnunni minni). 1) 30 ára gömul kona, tveggja barna móðir, með langa sögu um óreglu - áfengis- og fíkniefnaneyslu. Hún á 6 og 8 ára gamla syni sem hún hefur misst forræðið yfir fyrir nokkrum árum, vegna vanrækslu. Hún hefur verið í blandaðri neyslu alla meðgönguna og býr hjá vinum (heimilislaus). Hún hefur ekki hugmynd um hvenær hún var með síðustu blæðingar en gerði þungunarpróf í gær og komst að því að hún væri ólétt. Hún leitar til félagsráðgjafa deildarinnar til að sækja um fóstureyðingu og við sónarskoðun kemur í ljós að hún er gengin 18 vikur. Ég þarf að staðfesta lengd þungunar og segja þessarri konu að hún geti því miður ekki rofið þessa þungun heldur verði að ganga með þetta barn. Hver er framtíð þessa barns? Hver á að sjá um þessa heimilislausu konu á meðgöngunni sem hefur engin plön/vilja til að hætta fíkniefnaneyslu. Við hvaða aðstæður hefur þetta fóstur þroskast fyrstu og viðkvæmustu vikurnar? Ef kona hefur misst frá sér 2 börn áður, hversu erfitt er ekki að missa enn eitt barnið frá sér, því það eru litlar líkur á því að hún haldi þessu barni eftir fæðinguna. 2) 13 ára gömul stúlka kemur í fylgd með 29 ára gamalli móður sinni sem er einstæð með 3 börn og vinnur sem kennari (nýkomin í fasta vinnu). Móðirin hafði tekið eftir breyttu vaxtarlagi hjá stúlkunni og þráfaldlega spurt hana hvort hún sé farin að sofa hjá, en stelpan neitar. Mamman krafðist þess að stelpan gerði þungunarpróf í gær sem var jákvætt. Stúlkan kemur til skoðunar á kvennadeild og reynist vera gengin 17 vikur. Stelpan er í grunnskóla. Mamman fær ekkert fæðingarorlof. Mamman getur ekki tekið langt frí frá vinnu sem hún var að byrja í. Mamman rétt nær endum saman með sín 3 börn og hefur ekkert aflögu. Ég þarf að sitja og horfa í augun á þessum mæðgum og segja: NEI, þú skalt ganga með þetta barn! Þið hljótið að finna útúr þessu! 3) 28 ára gömul erlend kona kemur til félagsráðgjafans á kvennadeild og óskar eftir fóstureyðingu. Hún hefur búið með ofbeldismanni sl. 3 ár. Hann hefur beitt hana grófu ofbeldi, andlegu, kynferðislegu og líkamlegu. Hún er öll marin og blá á útlimum og kropp. Hún hefur ekki haft sig í að koma til að óska eftir fóstureyðingu fyrr en nú, slík er kúgunin. Hún á enga að á Íslandi, hefur búið mjög félagslega einangruð hér á landi. Hann má alls ekki vita af þunguninni og að hún sé stödd hjá okkur. Ef hún eignast þetta barn mun hún tengjast þessum ofbeldismanni um alla tíð, sennilega mun barnið einnig þurfa að þola barsmíðar af hans hendi og hún getur ekki hugsað sér aðra leið út úr þessu en að rjúfa meðgönguna og reyna að koma sér burt úr þessu sambandi. Hún var gengin 20 vikur og svarið var NEI! Hún skyldi ganga með þetta barn og sökkva enn dýpra í þessa sjálfseyðingu. Allt tal um getnaðarvarnir á þessari stundu er bara móðgun. Ég mun ALDREI sitja fyrir framan þessar konur og horfa í augun á þeim og segja: þú hefðir átt að hugsa fyrir getnaðarvörnunum. Þú hefðir aldrei átt að sofa hjá. Það væri fullkomin lítilsvirðing. Auk þess sem engin getnaðarvörn er 100% Kæra Inga. Ég hef fylgst með þér sem stjórnmálakonu að undanförnu. Þú ert hugrökk og fylgin þér. Þú ert sterkur málsvari þjóðfélagshópa sem eru útundan í okkar samfélagi. Þessar konur sem ég er að reyna að verja eru einmitt konur sem þú ættir að styðja og berjast fyrir. Það eru konurnar sem af einhverjum ástæðum finna ekki leiðina til okkar í besta tímaglugganum í þunguninni, en geta heldur ekki undir nokkrum kringumstæðum séð fram úr því að sjá um barnið sem þær bera undir belti. Þær eru í algerri neyð. Einstaka kona í þessum hópi getur orðið sér út um 500 þúsund krónur og farið til London á einkarekna fóstureyðingarklíník og fengið sína fóstureyðingu, en lögin í Bretlandi leyfa meðgöngurof upp að 24 viku. Svona mismunun viljum við ekki á Íslandi. Við viljum hjálpa öllum konum í neyð, líka þeim sem eiga ekki 500 þúsund krónur. 90% kvenna sem vilja rjúfa meðgöngu, gera það fyrir 12. viku meðgöngunnar. Konur eru skynugar og þeim er treystandi til að vita hvað þeim sjálfum er fyrir bestu. Ég hef heyrt nokkur viðtöl við þig í útvarpi og sjónvarpi og lesið innsenda grein eftir þig í Morgunblaðinu. Ég ber virðingu fyrir því að við höfum ólíkar skoðanir á þessu málefni. Ég vil samt biðja þig að hugleiða það hversu þungt þín gildishlöðnu orð vega í eyrum þessara kvenna. Orðin þín eru gjarnan notuð í fyrirsagnir í fjölmiðlum og vefmiðlum. Eitt er alveg á hreinu: Konur munu um alla tíð verða þungaðar á röngum tíma, með röngum manni, í röngu ástandi, óviljandi, vegna þess að smokkurinn rifnaði eða þær köstuðu upp pillunni. Svo langar mig að útskýra hvernig við teljum þungunarvikur. Fyrsta vikan er dagur 1-6 eftir síðustu tíðir (en þá er getnaður ekki orðinn) Getnaður verður milli 2. og 3. viku meðgöngu - eins skrýtið og það hljómar. Tuttugasta og önnur vika meðgöngu er 21+0 til 21+6 sem þýðir að 22+0 yrði of seint að framkvæma þungunarrof, skv áðurnefndu frumvarpi. Það þyrfti að koma á framfæri leiðréttingu í pistli þínum í Morgunblaðinu í morgun. Með vinsemd og virðinguSigurlaug BenediktsdóttirFæðinga- og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Þungunarrof Tengdar fréttir Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl Inga, með hið umrædda frumvarp um breytingar á fóstureyðingarlöggjöf í huga, langar mig að skrifa þér nokkar hugleiðingar mínar. Ég er 45 ára, þriggja barna móðir. Ég starfa sem fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum, en ég hef unnið sem fæðingalæknir síðastliðin 15 ár, á Íslandi og í Svíþjóð. Í starfi mínu sem fæðingalæknir reyni ég af fagmennsku og samkennd að mæta öllum mínum skjólstæðingum með þau ólíku vandamál sem þungun og fæðingu fylgir. Allt í því augnamiði að móðir og barn komist sem best í gegnum þetta flókna ferli sem meðgangan og fæðingin er. Langoftast gengur allt vel, fyrir móður og barn, og afskipti mín eru lítil sem engin. Stundum eru vandamálin stór og flókin og útkoman ekki eins og vonir stóðu til, þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að bæta horfurnar og lina þjáningarnar. Það verður ekki við allt ráðið. Það er þungi parturinn af vinnunni minni. Þrátt fyrir að vinnan sé krefjandi og stundum sorgleg, þá er hún óskaplega gefandi og gleðistundirnar mun fleiri en þungu stundirnar. Mig langar svo að vekja athygli þína á litlum hópi kvenna, sem eiga sér engan málsvara í ofannefndri frumvarpsumræðu, nema ef vera skyldi einhvern eins og mig. Þetta eru konur sem leita á kvennadeildina eftir 16. viku þungunar og óska eftir fóstureyðingu af félagslegum ástæðum. Þessum örfáu tilfellum er best lýst með dæmum (ég tek það fram að dæmin mín eru tilbúningur, bara týpisk dæmi sem ég hef hitt í gegnum tíðina í vinnunni minni). 1) 30 ára gömul kona, tveggja barna móðir, með langa sögu um óreglu - áfengis- og fíkniefnaneyslu. Hún á 6 og 8 ára gamla syni sem hún hefur misst forræðið yfir fyrir nokkrum árum, vegna vanrækslu. Hún hefur verið í blandaðri neyslu alla meðgönguna og býr hjá vinum (heimilislaus). Hún hefur ekki hugmynd um hvenær hún var með síðustu blæðingar en gerði þungunarpróf í gær og komst að því að hún væri ólétt. Hún leitar til félagsráðgjafa deildarinnar til að sækja um fóstureyðingu og við sónarskoðun kemur í ljós að hún er gengin 18 vikur. Ég þarf að staðfesta lengd þungunar og segja þessarri konu að hún geti því miður ekki rofið þessa þungun heldur verði að ganga með þetta barn. Hver er framtíð þessa barns? Hver á að sjá um þessa heimilislausu konu á meðgöngunni sem hefur engin plön/vilja til að hætta fíkniefnaneyslu. Við hvaða aðstæður hefur þetta fóstur þroskast fyrstu og viðkvæmustu vikurnar? Ef kona hefur misst frá sér 2 börn áður, hversu erfitt er ekki að missa enn eitt barnið frá sér, því það eru litlar líkur á því að hún haldi þessu barni eftir fæðinguna. 2) 13 ára gömul stúlka kemur í fylgd með 29 ára gamalli móður sinni sem er einstæð með 3 börn og vinnur sem kennari (nýkomin í fasta vinnu). Móðirin hafði tekið eftir breyttu vaxtarlagi hjá stúlkunni og þráfaldlega spurt hana hvort hún sé farin að sofa hjá, en stelpan neitar. Mamman krafðist þess að stelpan gerði þungunarpróf í gær sem var jákvætt. Stúlkan kemur til skoðunar á kvennadeild og reynist vera gengin 17 vikur. Stelpan er í grunnskóla. Mamman fær ekkert fæðingarorlof. Mamman getur ekki tekið langt frí frá vinnu sem hún var að byrja í. Mamman rétt nær endum saman með sín 3 börn og hefur ekkert aflögu. Ég þarf að sitja og horfa í augun á þessum mæðgum og segja: NEI, þú skalt ganga með þetta barn! Þið hljótið að finna útúr þessu! 3) 28 ára gömul erlend kona kemur til félagsráðgjafans á kvennadeild og óskar eftir fóstureyðingu. Hún hefur búið með ofbeldismanni sl. 3 ár. Hann hefur beitt hana grófu ofbeldi, andlegu, kynferðislegu og líkamlegu. Hún er öll marin og blá á útlimum og kropp. Hún hefur ekki haft sig í að koma til að óska eftir fóstureyðingu fyrr en nú, slík er kúgunin. Hún á enga að á Íslandi, hefur búið mjög félagslega einangruð hér á landi. Hann má alls ekki vita af þunguninni og að hún sé stödd hjá okkur. Ef hún eignast þetta barn mun hún tengjast þessum ofbeldismanni um alla tíð, sennilega mun barnið einnig þurfa að þola barsmíðar af hans hendi og hún getur ekki hugsað sér aðra leið út úr þessu en að rjúfa meðgönguna og reyna að koma sér burt úr þessu sambandi. Hún var gengin 20 vikur og svarið var NEI! Hún skyldi ganga með þetta barn og sökkva enn dýpra í þessa sjálfseyðingu. Allt tal um getnaðarvarnir á þessari stundu er bara móðgun. Ég mun ALDREI sitja fyrir framan þessar konur og horfa í augun á þeim og segja: þú hefðir átt að hugsa fyrir getnaðarvörnunum. Þú hefðir aldrei átt að sofa hjá. Það væri fullkomin lítilsvirðing. Auk þess sem engin getnaðarvörn er 100% Kæra Inga. Ég hef fylgst með þér sem stjórnmálakonu að undanförnu. Þú ert hugrökk og fylgin þér. Þú ert sterkur málsvari þjóðfélagshópa sem eru útundan í okkar samfélagi. Þessar konur sem ég er að reyna að verja eru einmitt konur sem þú ættir að styðja og berjast fyrir. Það eru konurnar sem af einhverjum ástæðum finna ekki leiðina til okkar í besta tímaglugganum í þunguninni, en geta heldur ekki undir nokkrum kringumstæðum séð fram úr því að sjá um barnið sem þær bera undir belti. Þær eru í algerri neyð. Einstaka kona í þessum hópi getur orðið sér út um 500 þúsund krónur og farið til London á einkarekna fóstureyðingarklíník og fengið sína fóstureyðingu, en lögin í Bretlandi leyfa meðgöngurof upp að 24 viku. Svona mismunun viljum við ekki á Íslandi. Við viljum hjálpa öllum konum í neyð, líka þeim sem eiga ekki 500 þúsund krónur. 90% kvenna sem vilja rjúfa meðgöngu, gera það fyrir 12. viku meðgöngunnar. Konur eru skynugar og þeim er treystandi til að vita hvað þeim sjálfum er fyrir bestu. Ég hef heyrt nokkur viðtöl við þig í útvarpi og sjónvarpi og lesið innsenda grein eftir þig í Morgunblaðinu. Ég ber virðingu fyrir því að við höfum ólíkar skoðanir á þessu málefni. Ég vil samt biðja þig að hugleiða það hversu þungt þín gildishlöðnu orð vega í eyrum þessara kvenna. Orðin þín eru gjarnan notuð í fyrirsagnir í fjölmiðlum og vefmiðlum. Eitt er alveg á hreinu: Konur munu um alla tíð verða þungaðar á röngum tíma, með röngum manni, í röngu ástandi, óviljandi, vegna þess að smokkurinn rifnaði eða þær köstuðu upp pillunni. Svo langar mig að útskýra hvernig við teljum þungunarvikur. Fyrsta vikan er dagur 1-6 eftir síðustu tíðir (en þá er getnaður ekki orðinn) Getnaður verður milli 2. og 3. viku meðgöngu - eins skrýtið og það hljómar. Tuttugasta og önnur vika meðgöngu er 21+0 til 21+6 sem þýðir að 22+0 yrði of seint að framkvæma þungunarrof, skv áðurnefndu frumvarpi. Það þyrfti að koma á framfæri leiðréttingu í pistli þínum í Morgunblaðinu í morgun. Með vinsemd og virðinguSigurlaug BenediktsdóttirFæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun