Allt í plasti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar