Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 10:30 Vettvangurinn var formlega afhentur lögreglu í morgun. Á mynd sjást lögreglumenn að störfum við húsið á tíunda tímanum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49