Þétting byggðar – Samgöngur – Lífsgæði Ólafur Ingi Tómasson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Með samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var mótuð stefna til ársins 2040, ekki bara í skipulagsmálum heldur einnig í samgöngumálum með það að markmiði að stoppa útþenslu byggðar, auka hlutdeild almennings í almenningssamgöngum og bæta lífsgæði okkar allra sem búum á svæðinu svo og þeirra sem sækja okkur heim.Þétting byggðar Í Hafnarfirði hófst þétting byggðar með uppbyggingu á Norðurbakka, Skipalóni og Lækjargötu. Á þessum stöðum voru frystihús, olíutankar, iðnaður og önnur starfssemi. Nú er nýsamþykkt rammaskipulag fyrir Hraun vestur, nýsamþykkt er deiliskipulag fyrir Dvergsreitinn, búið er að samþykkja að hefja vinnu við rammaskipulag Flensborgar- og Óseyrarsvæðis ásamt því að verið er að skoða einstaka reiti fyrir smærri einingar. Samhliða þéttingu þurfa sveitarfélög jafnframt að geta boðið upp á lóðir í útjöðrum byggðaÁvinningur samfélagsins Uppbygging á þegar skipulögðum og byggðum svæðum er ólík uppbyggingu á nýjum svæðum. Svæðisskipulagið gerir ráð fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað næst legu Borgarlínu sem liggur í flestum tilfellum um þegar byggð svæði. Eldri byggingar þurfa í einhverjum tilfellum að víkja og auka þarf byggingarmagn umtalsvert á mörgum stöðum. Ávinningur samfélagsins er umtalsverður í nýtingu innviða s.s. gatna- og lagnakerfis, forsenda skapast fyrir góðar, skilvirkar almenningssamgöngur og sjálfbærni eykst. Við sem ferðumst erlendis sjáum þessi hverfi iðandi af mannlífi með skilvirkum almenningssamgöngum.Samgöngur Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið þeirra er samkomulag um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt er að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaga. Viljayfirlýsingin er í samræmi við svæðisskipulagið um uppbyggingu stofnvega og Borgarlínu. Með þessu er verið að stíga fyrsta skrefið í að bíllaus lífsstíll verði raunverulegur valkostur og að stofnvegir beri þá umferð sem þar fer um.Hagsmunir fárra eða samfélagsins í heild? Svæðisskipulagið krefst breyttrar hugsunar íbúa sveitarfélaganna svo og stjórnsýslunnar. Mörg álitamál hafa komið upp í skipulagsferli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Mál enda í kæru, oftast vegna útsýnisskerðingar eða of þéttrar og/eða hárrar byggðar. Við þéttingu byggðar er ekki einungis verið að horfa til fjölgunar íbúða heldur einnig til að þjónusta, verslun og atvinna byggist upp í nærumhverfinu. Vilji sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar svæðisskipulagið er mjög skýr. Hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Alþingi þarf að skoða hvort endurskoða þurfi skipulagslög og reglugerðir til einföldunar og skjótari afgreiðslu í kerfinu. Lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og fullgildingu Árósasamningsins þyrfti að endurskoða. Í umsögnum fjölda samtaka úr atvinnulífinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga kom fram gagnrýni á að lögin gengu mun lengra en krafist er í samningnum sjálfum svo og í heimildum til kæru en tíðkast á Norðurlöndum. Allir sem koma að gerð skipulagsmála vilja ná sem bestri sátt hverju sinni en það eru alltaf einhverjir sem telja vegið að eigin hagsmunum. Svæðisskipulagið horfir til hagsmuna heildarinnar og það gerum við einnig sem vinnum að skipulagsmálum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun