Rétta lesefnið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun