Theresa May segir það muni lítt stoða að skipta sér út Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. NORDIC PHOTOS/AFP Að skipta um hest í miðri á mun ekki gera útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) auðveldari. Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins. Hart hefur verið sótt að May síðan hún kynnti drög að útgöngusamningi Breta við ESB. Útgönguráðherra ríkisstjórnar hennar, Dominic Raab, sagði meðal annars af sér eftir að drögin lágu fyrir og hið sama gerði eftirlauna- og vinnumálaráðherra hennar. Þá hefur hluti flokkssystkina hennar kallað eftir því að kosið verði um vantraust á forsætisráðherrann. Til að til slíkrar atkvæðagreiðslu komi þurfa minnst 48 þingmenn flokksins að senda svokallaðri 1922-nefnd Íhaldsflokksins bréf þar sem kallað er eftir atkvæðagreiðslunni. Enn sem komið er hefur því marki ekki verið náð en sagt er frá því á BBC að það gæti gerst í dag. „Þetta hefur verið erfið vika en það hefur ekki fengið á mig. Pólitík er oft erfið og ég hef verið lengi í henni. Næstu sjö dagar munu verða afar mikilvægir fyrir framtíð Bretlands,“ sagði May í samtali við Sky New‘s Ridge í gær. Í sama viðtali sagði hún að yrði vantrauststillaga samþykkt myndi það ekki gera samningaviðræður við sambandið auðveldari eða breyta stöðunni á breska þinginu en ólíklegt er talið að nauðsynlegt samþykki þingsins fáist vegna fyrirliggjandi tillagna. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Að skipta um hest í miðri á mun ekki gera útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) auðveldari. Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins. Hart hefur verið sótt að May síðan hún kynnti drög að útgöngusamningi Breta við ESB. Útgönguráðherra ríkisstjórnar hennar, Dominic Raab, sagði meðal annars af sér eftir að drögin lágu fyrir og hið sama gerði eftirlauna- og vinnumálaráðherra hennar. Þá hefur hluti flokkssystkina hennar kallað eftir því að kosið verði um vantraust á forsætisráðherrann. Til að til slíkrar atkvæðagreiðslu komi þurfa minnst 48 þingmenn flokksins að senda svokallaðri 1922-nefnd Íhaldsflokksins bréf þar sem kallað er eftir atkvæðagreiðslunni. Enn sem komið er hefur því marki ekki verið náð en sagt er frá því á BBC að það gæti gerst í dag. „Þetta hefur verið erfið vika en það hefur ekki fengið á mig. Pólitík er oft erfið og ég hef verið lengi í henni. Næstu sjö dagar munu verða afar mikilvægir fyrir framtíð Bretlands,“ sagði May í samtali við Sky New‘s Ridge í gær. Í sama viðtali sagði hún að yrði vantrauststillaga samþykkt myndi það ekki gera samningaviðræður við sambandið auðveldari eða breyta stöðunni á breska þinginu en ólíklegt er talið að nauðsynlegt samþykki þingsins fáist vegna fyrirliggjandi tillagna.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00