Spila aftur með þrjá miðverði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Landsliðsþjálfararnir Hamrén og Freyr Alexandersson. vísir/getty Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira