Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 23:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi út yfirlýsingu í dag þar sem stóð að ríkisstjórnin væri ekki komin að þessari niðurstöðu og þar stóð einnig að fréttir um slíkt væru rangar. Þar var þó ekkert minnst á að starfsmenn CIA teldu sig vissa um að MBS hefði fyrirskipað morðið, eins og haldið hefur verið fram í fréttum ytra. Þá sagði í yfirlýsingunni að ríkisstjórnin væri staðráðin í því að komast að hinu sanna í málinu og draga hina seku til ábyrgðar. Þó væri mörgum spurningum enn ósvarað.Fréttir fjölmiðla í Bandaríkjunum hafa ekki verið um að ríkisstjórn Trump hafi komist að niðurstöðu, heldur hafi starfsmenn CIA komist að áðurnefndri niðurstöðu.New York Times segir frá því að Kirsten Fontenrose, háttsettur starfsmaður öryggisráðs Hvíta hússins, sem kom sérstaklega að þeim refsiaðgerðum sem þegar hefur verið beitt gegn Sádi-Arabíu, hafi sagt af sér nú í gærkvöldi. Hún hafi kallað eftir frekari refsiaðgerðum og á hún að hafa deilt við yfirmenn sína vegna þessa. Trump og Pompeo ræddu við Haspel á leðinni frá Washington DC til Kaliforníu í kvöld þar sem farið var yfir málið. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Trump hafi þegar vitað af sönnunargögnunum þegar hann sagði blaðamönnum fyrr í dag að hann hefði ekki séð þá. Þá segja áðurnefndir heimildarmenn að forsetinn sé að leita leiða til að komast hjá því að staðfesta niðurstöður CIA.MBS er í raun stjórnandi Sádi-Arabíu og mikill bandamaður ríkisstjórnar Trump. Í síðasta mánuði sagði Trump þó að morðið á Khashoggi hefði verið algjört klúður og að yfirhylmingin hefði verið sú versta í sögunni. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Khashoggi var myrtur í byrjun október þegar hann fór í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni. Yfirvöld Tyrklands segja hann hafa verið myrtan af fimmtán mönnum sem hafi flogið frá Sádi-Arabíu um morgunin þann dag.Jamal Khashoggi.AP/Virginia MayoTyrkir hafa haldið því fram að MBS hafi sent þessa menn til að myrða Khashoggi. Fregnir hafa borist af því að á upptöku sem Tyrkir hafa komið höndum yfir megi heyra náinn ráðgjafa krónprinsins gefa mönnunum þá skipun að myrða Khashoggi í gegnum Skype.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins hefur Trump nefnt að hann hafi ekki séð sönnun fyrir því að MBS hafi sjálfur skipað að Khashoggi yrði myrtur. Haspel mun hafa sýnt forsetanum sannanir fyrir því að nánir ráðgjafar krónprinsins hafi komið að morðinu. Starfsmenn CIA munu hafa greint upptökuna sem þeir fengu frá Tyrkjum og sömuleiðis símtöl. Þar á meðal er minnst eitt símtal frá einum af mönnunum sem komu að morðinu til náins ráðgjafa MBS. Samkvæmt Washington Post mun maðurinn hafa hringt í ráðgjafann til að segja honum að morðið hafi farið fram. Þá er forsetinn sagður hafa lýst yfir reiði sinni yfir því að líkamsleifar Khashoggi hafi ekki fundist. Tyrkir segjast fullvissir um að lík hans hafi verið bútað niður og það flutt út úr ræðisskrifstofunni í bútum. Síðan hafi líkamsleifunum jafnvel verið eytt með sýru eða þær faldar. Yfirvöld Sádi-Arabíu þvertaka fyrir að MBS hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hópinn hafa verið á eigin vegum og hafa fimm menn verið ákærðir vegna morðisins í Sádi-Arabíu. Þeir gætu verið dæmdir til dauðarefsingar. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi út yfirlýsingu í dag þar sem stóð að ríkisstjórnin væri ekki komin að þessari niðurstöðu og þar stóð einnig að fréttir um slíkt væru rangar. Þar var þó ekkert minnst á að starfsmenn CIA teldu sig vissa um að MBS hefði fyrirskipað morðið, eins og haldið hefur verið fram í fréttum ytra. Þá sagði í yfirlýsingunni að ríkisstjórnin væri staðráðin í því að komast að hinu sanna í málinu og draga hina seku til ábyrgðar. Þó væri mörgum spurningum enn ósvarað.Fréttir fjölmiðla í Bandaríkjunum hafa ekki verið um að ríkisstjórn Trump hafi komist að niðurstöðu, heldur hafi starfsmenn CIA komist að áðurnefndri niðurstöðu.New York Times segir frá því að Kirsten Fontenrose, háttsettur starfsmaður öryggisráðs Hvíta hússins, sem kom sérstaklega að þeim refsiaðgerðum sem þegar hefur verið beitt gegn Sádi-Arabíu, hafi sagt af sér nú í gærkvöldi. Hún hafi kallað eftir frekari refsiaðgerðum og á hún að hafa deilt við yfirmenn sína vegna þessa. Trump og Pompeo ræddu við Haspel á leðinni frá Washington DC til Kaliforníu í kvöld þar sem farið var yfir málið. Washington Post hefur þó eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að Trump hafi þegar vitað af sönnunargögnunum þegar hann sagði blaðamönnum fyrr í dag að hann hefði ekki séð þá. Þá segja áðurnefndir heimildarmenn að forsetinn sé að leita leiða til að komast hjá því að staðfesta niðurstöður CIA.MBS er í raun stjórnandi Sádi-Arabíu og mikill bandamaður ríkisstjórnar Trump. Í síðasta mánuði sagði Trump þó að morðið á Khashoggi hefði verið algjört klúður og að yfirhylmingin hefði verið sú versta í sögunni. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Khashoggi var myrtur í byrjun október þegar hann fór í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gifst unnustu sinni. Yfirvöld Tyrklands segja hann hafa verið myrtan af fimmtán mönnum sem hafi flogið frá Sádi-Arabíu um morgunin þann dag.Jamal Khashoggi.AP/Virginia MayoTyrkir hafa haldið því fram að MBS hafi sent þessa menn til að myrða Khashoggi. Fregnir hafa borist af því að á upptöku sem Tyrkir hafa komið höndum yfir megi heyra náinn ráðgjafa krónprinsins gefa mönnunum þá skipun að myrða Khashoggi í gegnum Skype.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins hefur Trump nefnt að hann hafi ekki séð sönnun fyrir því að MBS hafi sjálfur skipað að Khashoggi yrði myrtur. Haspel mun hafa sýnt forsetanum sannanir fyrir því að nánir ráðgjafar krónprinsins hafi komið að morðinu. Starfsmenn CIA munu hafa greint upptökuna sem þeir fengu frá Tyrkjum og sömuleiðis símtöl. Þar á meðal er minnst eitt símtal frá einum af mönnunum sem komu að morðinu til náins ráðgjafa MBS. Samkvæmt Washington Post mun maðurinn hafa hringt í ráðgjafann til að segja honum að morðið hafi farið fram. Þá er forsetinn sagður hafa lýst yfir reiði sinni yfir því að líkamsleifar Khashoggi hafi ekki fundist. Tyrkir segjast fullvissir um að lík hans hafi verið bútað niður og það flutt út úr ræðisskrifstofunni í bútum. Síðan hafi líkamsleifunum jafnvel verið eytt með sýru eða þær faldar. Yfirvöld Sádi-Arabíu þvertaka fyrir að MBS hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hópinn hafa verið á eigin vegum og hafa fimm menn verið ákærðir vegna morðisins í Sádi-Arabíu. Þeir gætu verið dæmdir til dauðarefsingar.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57