Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Trump segir Sádi-Arabíu vera mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57