Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. nóvember 2018 22:27 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37