Stórbruni í Hafnarfirði: Búið að rífa efri hæð hússins Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. nóvember 2018 22:27 Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. Útlit er fyrir að slökkviliðsmenn verði að fram eftir degi segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan sjö í morgun. Hvassviðri torveldaði slökkviliðsmönnum verkið og þá sprungu einnig gaskútar. Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi hús en vinnuvél og bíll skemmdust í brunanum.Allt tiltækt slökkvilið á vettavang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna mikils elds í Glugga og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði klukkan 22:12 í kvöld. Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að aðstæður á vettvangi væru gríðarlegar erfiðar þegar slökkvilið bar að garði. Miklar spreningar voru á svæðinu þegar slökkvistarf hófst og umfang eldsins mikið. Reynt er að tryggja að eldurinn berist ekki í nálæg hús. Sjá einnig: Þurftu að sækja vatn til Garðabæjar vegna slökkvistarfs í Hafnarfirði Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá vettvangi hefur eldur ekki náð niður á neðri hæð hússins, eins og áður var talið, en mikill reykur er þar. Hefur eldur náð að læsa sig í bíl sem er fyrir utan neðri hæð hússins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun freistast til að senda reykkafara inn í húsið en fastlega má búast við að aðgerðir standi yfir í alla nótt.Hér fyrir neðan má sjá myndband af brunanum þegar hann var sem mesturLögreglan lokaði fyrir umferð til að tryggja öryggi. Hefur það haft í för með sér að sumir komast ekki til síns heima sem sakir standa. Aðstæður á vettvangi er mjög erfiðar, hvasst og rigning. Húsið er gjörónýtt, þakið hrunið en tugir slökkviliðsmann eru að störfum sem stendur. Er mikill eldsmatur í húsinu og reyna slökkviliðsmenn hvað þeir geta til að ráða niðurlögum hans. Lögreglan setti tilkynningu á Facebook vegna brunans. Hún biður fólk um að koma alls ekki á vettvang því það gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 07:10Tugir slökkviliðsmanna voru að störfum þegar mest lét í kvöld.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmSlökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins í kvöld enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/VilhelmEldurinn náði til ökutækis sem var við húsið.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmMynd sem var tekin af húsinu um klukkan ellefu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15 Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Eigandi bílaverkstæðis á neðri hæð hússins segir skelfilegt að horfa upp á brunann Segir gaskúta, bensín á bílum og olíefni á verkstæðinu. 17. nóvember 2018 00:15
Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði. 16. nóvember 2018 23:37