Viðskipti innlent

Hindrun fyrir Asiuflug rutt úr vegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ákvörðunin mun auðvelda íslenskum flugfélögum að hefja beint áætlunarflug til Asíu.
Ákvörðunin mun auðvelda íslenskum flugfélögum að hefja beint áætlunarflug til Asíu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Rússnesk stjórnvöld gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflugleiðina haldi jafnframt uppi beinu áætlunarflugi til áfangastaðar í Rússlandi. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi íslenskra og rússneskra stjórnvalda í Moskvu um tvíhliða viðskiptamál ríkjanna.

Greint er frá fundinum á vef Stjórnarráðsins þar sem segir að þessi tíðindi séu „árangur af viðræðum íslenskra og rússneskra stjórnvalda um skilmála rússneskra yfirvalda fyrir yfirflug íslenskra flugvéla yfir Síberíu sem staðið hafa um nokkurt skeið.“

Sjá einnig: Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu

Þar segir jafnframt að til þessa hafi skilmálar rússneskra stjórnvalda verið „mjög strangir“ og þannig komið í veg fyrir að íslensk flugfélög gætu samið um notkun Síberíuflugleiðarinnar.

„Með þessari ákvörðun hefur að vissu marki verið greitt fyrir viðræðum íslenskra flugfélaga við viðkomandi aðila um notkun Síberíuflugleiðarinnar. Íslensk flugfélög sem vilja fá leyfi til yfirflugs munu núna þurfa að semja um yfirflugsgjöld við viðkomandi aðila til að geta hafið flug til Asíu yfir Rússland,“ segir á vef Stjórnarráðsins.


Tengdar fréttir

Icelandair skoðar Asíuflug af alvöru

"Það er í skoðun hjá okkur að fljúga til Asíu og ef við horfum fram í tímann hef ég trú á því að við eigum eftir að sjá félagið færa sig í þá áttina,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um mögulega innreið félagsins á Asíumarkað.

Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu

Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×