Þingforseta Sri Lanka fylgt inn í sal af lögreglu vegna slagsmála Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 11:45 Vísir/AP Þingforseti Sri Lanka þurfti lögreglufylgd inn í þingsalinn í morgun vegna átaka þingmanna sem hafa nú slegist sín á milli tvo daga í röð. Þar að auki hafa þingmenn kastað chilikryddi, bókum og húsgögnum í aðra þingmenn. Forsetinn, Karu Jayasuriya, komst ekki inn í þingsalinn í um klukkustund vegna átakanna.Alvarleg pólitísk krísa skekur nú eyríkið eftir að Maithripala Sirisena, foseti Sri Lanka, rak Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, úr embætti þann 26. október og skipaði Mahinda Rajapaksa, fyrrverandi forseta landsins, í hans stað.Þingið kom saman á miðvikudaginn og samþykkti vantrauststillögu gegn Rjapaksa og ályktun um að Sirisena hefði brotið lög með því að skipa hann í embætti. Sirisena bað þingmenn um að breyta tillögunni og taka hana aftur til umræðu. Síðan þá hafa átök brotist út á þinginu. Bandamenn Rajapaksa á þinginu eru sagðir hafa hafið átökin og hafa þeir einnig veist að lögregluþjónum sem reyndu að skýla forseta þingsins. Reyndu þeir að koma í veg fyrir samþykkt vantrauststillögunnar en án árangurs. Önnur vantrauststillaga var samþykkt í morgun en henni var breytt á þann hátt að nú kemur þar ekkert fram um að Sirisena hafi brotið lög. Minnst tveir lögregluþjónar særðust í átökunum og nokkrir þingmenn þurftu að leita sér aðhlynningar eftir að kryddi var kastað framan í þá. Jayasuriya mun tilkynna Sirisena niðurstöðuna í dag og liggur ekki fyrir hvað forsetinn mun gera. Ef hann samþykkir tillöguna og víkur Rajapaksa úr embætti verður Sri Lanka án forsætisráðherra. Þingið verður kallað saman á nýjan leik á mánudaginn.Hér að neðan má sjá lætin í morgun og slagsmál í gær. Asía Srí Lanka Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Þingforseti Sri Lanka þurfti lögreglufylgd inn í þingsalinn í morgun vegna átaka þingmanna sem hafa nú slegist sín á milli tvo daga í röð. Þar að auki hafa þingmenn kastað chilikryddi, bókum og húsgögnum í aðra þingmenn. Forsetinn, Karu Jayasuriya, komst ekki inn í þingsalinn í um klukkustund vegna átakanna.Alvarleg pólitísk krísa skekur nú eyríkið eftir að Maithripala Sirisena, foseti Sri Lanka, rak Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, úr embætti þann 26. október og skipaði Mahinda Rajapaksa, fyrrverandi forseta landsins, í hans stað.Þingið kom saman á miðvikudaginn og samþykkti vantrauststillögu gegn Rjapaksa og ályktun um að Sirisena hefði brotið lög með því að skipa hann í embætti. Sirisena bað þingmenn um að breyta tillögunni og taka hana aftur til umræðu. Síðan þá hafa átök brotist út á þinginu. Bandamenn Rajapaksa á þinginu eru sagðir hafa hafið átökin og hafa þeir einnig veist að lögregluþjónum sem reyndu að skýla forseta þingsins. Reyndu þeir að koma í veg fyrir samþykkt vantrauststillögunnar en án árangurs. Önnur vantrauststillaga var samþykkt í morgun en henni var breytt á þann hátt að nú kemur þar ekkert fram um að Sirisena hafi brotið lög. Minnst tveir lögregluþjónar særðust í átökunum og nokkrir þingmenn þurftu að leita sér aðhlynningar eftir að kryddi var kastað framan í þá. Jayasuriya mun tilkynna Sirisena niðurstöðuna í dag og liggur ekki fyrir hvað forsetinn mun gera. Ef hann samþykkir tillöguna og víkur Rajapaksa úr embætti verður Sri Lanka án forsætisráðherra. Þingið verður kallað saman á nýjan leik á mánudaginn.Hér að neðan má sjá lætin í morgun og slagsmál í gær.
Asía Srí Lanka Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira