Nítján prósent styðja drög May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira