Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2018 09:15 Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður og eini skráði stjórnarmaður trúfélagsins Zuism. Félagið hefur sagst vilja reisa hof en var synjað um lóð frá Reykjavíkurborg í haust. Sérstakur saksóknari rannsakaði Ágúst Arnar vegna meintra fjármálabrota á sínum tíma. Vísir Skráða trúfélagið Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði þrátt fyrir að það virðist hvergi til húsa og takmörkuð starfsemi fari fram á vegum þess. Miðað við núverandi félagafjölda mun félagið hafa fengið rúmar áttatíu milljónir króna frá ríkinu á næsta ári. Forstöðumaður Zuism var rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans var lokað vegna rannsóknar yfirvalda. Zúistar, eins og þeir hafa verið kallaðir, hafa vakið mikla athygli undanfarin ár vegna loforða um endurgreiðslu á sóknargjöldum til safnaðarins og átaka um yfirráð í félaginu. Spurningar hafa verið uppi um hvort að félagið hafi raunverulega starfsemi og um Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann og einn upphaflegra stofnenda þess. Félagið er sagt byggjast á trúarbrögðum fornrar þjóðar súmera sem eru ein elstu trúarbrögð í heimi. Þremenningarnir Ágúst Arnar, bróðir hans Einar og Ólafur Helgi Þorgrímsson sóttu um að félagið yrði skráð sem trúfélag árið 2013. Í stofnskjölum Zuism, trúfélags, félagsins sem tekur við sóknargjöldum frá ríkinu, kemur fram að Ólafur Helgi hafi verið formaður stjórnar en bræðurnir stjórnarmenn. Samkvæmt heimildum Vísis voru stofnendurnir þrír allir til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara um það leyti vegna meintra brota í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabankans þegar fjármagnshöft voru við lýði. Einar hlaut síðar þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir hafa svikið á áttunda tug milljóna út úr fjórum einstaklingum. Áfrýjun hans er nú til meðferðar hjá Landsrétti. Þeir Ágúst Arnar og Einar hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra fyrir umdeildum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Vefsíðan stöðvaði söfnun þeirra fyrir meðfæranlegri vindmyllu þegar bræðurnir höfðu safnað tæpum tuttugu milljónum króna árið 2015. Einar Ágústsson var titlaður forstjóri Janulusar þegar bræðurnir söfnuðu fé fyrir færanlegri vindmyllu á Kickstarter. Söfnunin var stöðvuð vegna rannsóknar löggæsluyfirvalda. Einar var á meðal stofnenda Zuism.Skjáskot/Trinity Deilur um yfirráð í félaginu Engin starfsemi virðist þó hafa verið á vegum Zuism eftir að það hlaut skráningu sem trúfélag fyrir fimm árum. Félagið hafði ekki skilað ársskýrslu og af þeim sökum hugðist sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, afskrá það. Samkvæmt lögum þurfti hins vegar að auglýsa eftir aðstandendum félagsins í Lögbirtingarblaðinu. Hópur fólks sem vildi andæfa fyrirkomulagi sóknargjalda svaraði kallinu og tók Zuism yfir árið 2015. Hann var ótengdur þremenningunum sem stofnuðu félagið upphaflega. Loforð þess hóps um að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld laðaði rúmlega þrjú þúsund manns að félaginu þegar mest lét árið 2016. Fyrir þann tíma höfðu aldrei fleiri en fjórir verið skráðir í félagið samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þegar hér var komið við sögu steig Ágúst Arnar fram og gerði tilkall til yfirráða í félaginu og fjármunanna sem þúsundir nýrra félagsmanna áttu eftir að færa því. Innanríkisráðuneytið setti Ísak Andra Ólafsson, forstöðumann félagsins fyrir hönd hópsins, af með úrskurði að kröfu Ágústs Arnars í janúar í fyrra. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst Arnar sem forstöðumann félagsins í október í fyrra. Þá greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 53 milljónir króna í sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Ágúst Arnar hefur síðan gert kröfu á hendur ríkinu um dráttarvexti af fénu. Velkist það mál nú um fyrir dómstólum. Í yfirlýsingu sem hópurinn sendi frá sér eftir að hann missti forráð yfir félaginu gagnrýndi hann stjórnsýsluna fyrir hvernig farið var með málið. Þegar hópurinn gaf sig fram til að taka við félaginu árið 2015 hafi hann fengið þær upplýsingar að ekki skipti máli að hann réði ekki yfir rekstrarfélaginu sem Ágúst Arnar og Einar stofnuðu fyrir það á sínum tíma þar sem trúfélagið væri óháð því. Þegar hópurinn hugðist stofna sitt eigið rekstrarfélag fyrir trúfélagið hafi komið í ljós að ekki hafi verið sami skilningur á lögunum alls staðar innan stjórnsýslunnar. Þá hafi hópnum verið sagt að ekki væri hægt að skilja að trúfélagið og upphaflega rekstrarfélagið. Þannig fengi hann ekki tekið við eða ráðstafað fjármunum félagsins sem kæmu frá ríkinu þrátt fyrir að hann hefði verið viðurkenndur sem forráðamenn þess. Í kynningarmyndbandi fyrir Trinity-vindmylluna var Ágúst Arnar sagður varaforseti Janulusar. Það félag fékk síðar nafnið RH16 og er skráð í Borgartúni. Zúistar auglýstu aðalfund þar nú í haust.Skjáskot/Trinty Fá rúmar tuttugu milljónir á næsta ári að óbreyttu Sóknargjöld hvers árs sem ríkið veitir trúfélögum miðast við fjölda félaga í þeim 1. desember árið áður. Þannig fékk Zuism rúmar 32 milljónir króna fyrir árið 2016 þegar skráðir félagar voru 2.974 samkvæmt tölum Fjársýslu ríkisins. Árið eftir námu sóknargjöldin 31,4 milljónum króna en þá var félagafjöldinn 2.851. Nokkuð fækkaði í Zuism eftir að Ágúst Arnar náði aftur völdum í félaginu í fyrra. Hópurinn sem hafði lofað endurgreiðslum sóknargjaldanna hvatti félagsmenn meðal annars til þess að segja sig úr félaginu. Samkvæmt upplýsingum Fjársýslu ríkisins, sem greiðir út sóknargjöldin, eru 1.898 manns skráðir í Zuism. Miðað við þann fjölda fær félagið 21,2 milljónir króna í sóknargjöld úr ríkissjóði á næsta ári, alls 930 krónur á mánuði og 11.160 krónur yfir árið fyrir hvern félaga. Frá árinu 2016 munu opinberar greiðslur til zúista þá hafa numið 84,7 milljónum króna. Ágúst Arnar hét því að halda loforð sem hópurinn sem hann deildi við um yfirráðin hafði gefið um að endurgreiða félögum sóknargjöldin. Auglýsti hann eftir umsóknum um endurgreiðslur í fyrra og aftur nú í haust. Í viðtölum við fjölmiðla hefur hann hins vegar hvorki viljað upplýsa um hversu margir félagar hafi fengið endurgreitt né hversu mikið af sóknargjöldunum hafi verið greidd út. Félagið Janulus er enn skráð á dyrabjöllu skrifstofugarða í Nethyl 2b. Trúfélagið Zuism er skráð þar með lögheimili en umsjónamaður garðanna segir það aldrei hafa haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm Skráðu Zuism að Nethyl eftir að þeir voru farnir þaðan Félagið Zuism sem er skráð fyrir sóknargjöldunum hjá Fjársýslu ríkisins er skráð til lögheimilis að Nethyl 2b í Reykjavík. Ekkert bólar hins vegar á félaginu þar. Farsímanúmer sem gefið er upp fyrir félagið á Já.is virðist einnig ótengt. Gunnar Jónatansson, umsjónarmaður Netlu skrifstofugarða, staðfestir við Vísi að Zuism hafi aldrei leigt þar eða verið með starfsemi í húsinu. Hann kannaðist þó við að bræðurnir hefðu verið með aðra starfsemi í skrifstofu sem þeir leigðu þar. Viðskiptum þeirra hafi hins vegar lokið í nóvember árið 2015. Þrátt fyrir það skrifuðu bræðurnir undir tilkynningu til Ríkisskattstjóra um flutning lögheimilis trúfélagsins á Nethyl í desember það ár. Þegar blaðamaður leitaði að félaginu að Nethyl í síðustu viku kom í ljós að félagið Janulus var skráð á eina af dyrabjöllunum fyrir skrifstofugarðana á annarri hæð hússins. Janulus er félag sem Ágúst Arnar og Einar stofnuðu í maí árið 2015 og notuðu þegar þeir söfnuðu áheitum á Kickstarter fyrir Trinity-vindmyllunni. Ágúst Arnar var skráður formaður stjórnar Janulusar við stofnun. Kickstarter stöðvaði söfnunina þegar áheitin nálguðust um tuttugu milljónir króna árið 2015. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir talsmaður hópfjármögnunarsíðunnar að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnunin var stöðvuð í ljósi þess að það hafi unnið með „löggæsluyfirvöldum“ í tengslum við verkefni bræðranna. Félagið Janulus er enn skráð að Dalvegi 16b í Kópavogi á Já.is en símanúmer þess er ótengt. Á Dalvegi er nafn félagsins enn letrað fyrir ofan fellihurð á litlu verkstæði. Nágrannar sögðu blaðamanni Vísis hins vegar að bræðurnir hefðu ekki sést þar frá því að lögregla og fréttamaður frá Kastljósi hefðu birst þar árið 2015. Janulus er félagið sem bræðurnir notuðu þegar þeir söfnuðu fé fyrir vindmylluverkefni sínu. Merki félagsins er enn utan á húsnæði sem þeir leigðu að Dalvegi í Kópavogi fyrir þremur árum.Vísir/Vilhelm Nafni Janulusar var breytt í RH16 ehf. í febrúar árið 2016. Upphaflega var það skráð að Nethyl en Ágúst Arnar lét breyta lögheimilinu í júní. Það hefur síðan verið skráð til heimilis að Borgartúni 22 í Reykjavík, sama húsnæði og aðalfundur Zuism var auglýstur á vefsíðu félagsins í september. Ágúst Arnar leigir skrifstofu á þriðju hæð hússins af Flugvirkjafélagi Íslands. Enginn svaraði þegar blaðamaður bankaði upp á þar á mánudag. Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að Ágúst Arnar og RH16 hefðu fengið tæpa eina og hálfa milljón króna í opinberan styrk frá Tækniþróunarsjóði vegna sólarselluverkefnis sem ber veruleg líkindi við vöru sem bræðurnir auglýstu á Kickstarter á sínum tíma. RH16 ehf. er skráð á póstkassa að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands á þriðju hæð hússins. Auglýst var að aðalfundur Zuism færi fram í húsinu í september.Vísir/Vilhelm Ekki næst í núverandi eða fyrrverandi stjórnendur Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ágústi Arnari eða öðrum fulltrúum félagsins hafa ekki borið árangur undanfarna viku. Hann virðist ekki hafa síma skráðan á Já.is og hann svaraði ekki í síma sem blaðamaður fékk upplýsingar um að hann hefði, Facebook-skilaboðum eða tölvupósti á póstfang Janulusar sem bræðurnir notuðu til að senda fjölmiðlum tilkynningu um viðburð í tengslum við vindmylluverkefni sitt í mars í fyrra. Þá hafa engin svör borist við fyrirspurn Vísis sem send var í gegnum vefsíðu Zuism í síðustu viku. Ólafur Helgi Þorgrímsson, upphaflegur stjórnarformaður Zuism, óskaði eftir því við Ríkisskattstjóra að hann yrði afskráður sem einn stjórnenda félagsins í febrúar árið 2014. Hann baðst undan viðtali við Vísi en sagðist ekki tengjast trúfélaginu í dag. Í desember árið 2013 tilkynntu zúistar um breytingu á stjórn félagsins. Þar var Ólafs Helga ekki lengur getið. Þar var hins vegar skráð Sóley Rut Magnúsdóttir, maki Einars, sem annar tveggja meðstjórnenda Ágústs Arnars, sem var titlaður formaður stjórnar. Sóley Rut var enn skráð sem meðstjórnandi þegar trúfélagið tilkynnti um flutning sinn á Nethyl í desember árið 2015. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Teikning af hofi sem zúistar fullyrða að þeir vilji reisa. Þeir segjast hafa hafið undirbúning að byggingu þess og stofnað sjóð sem félagar geti lagt sóknargjöld sín í til að fjármagna hana.Zuism.is Starfsemi félagsins óljós Erfitt er að segja til um hversu virk starfsemi Zuism er utan þess að félagið virðist vera húsnæðislaust. Félagið auglýsti aðalfund í Borgartúni 22 á vefsíðu sinni föstudaginn 14. september. Í grein sem birtist á vefnum í febrúar var fullyrt að vinsælasti viðburður félagsins væri „Bjór og bæn“ þar sem zúistar hittust til að fá sér bjór og „fara með ljóð um bjórgyðjuna Ninkasi“. Ekkert kom fram um hvenær eða hvar slíkir viðburðir væru haldnir. Á Facebook-síðu Zuism er heldur ekki hægt að finna færslur um atburði á vegum þess. Færslur þar eru aðallega deilingar á fréttum um félagið í tengslum við umsóknir um endurgreiðslur og styrki sem það hafi fært Kvennaathvarfinu og Barnaspítala Hringsins í ágúst og desember í fyrra. Bæði Kvennaathvarfið og Barnaspítalinn staðfestu við Vísi að styrkirnir hefðu borist þeim. Kvennaathvarfið fékk eina milljóna króna og Barnaspítalinn 1,1 milljón. Ágúst Arnar hafði auglýst að félagar í trúfélaginu gætu valið að láta sóknargjöld sín renna til góðgerðamála í stað þess að fá þau endurgreidd í eigin vasa. Miðað við upphæðirnar sem félagið gaf Kvennaathvarfinu og Barnaspítalanum og mánaðarlegt sóknargjald síðasta árs hafa um 190 félagsmenn Zuism valið þann kost. Zuism sótti um lóð undir hof til Reykjavíkurborgar í maí. Fullyrt var í frétt á vef félagsins að stjórn þess ynni með verkfræðingum, byggingarverktökum og hönnuðum að kostnaðaráætlun og hönnun á byggingunni. Sérstakur sjóður hefði verið stofnaður til að halda utan um fjármál sem tengdust uppbyggingu og viðhaldi hofsins. Félögum yrði boðið að láta sóknargjöld sín fyrir árið 2018 renna til sjóðsins. Kjarninn greindi frá því í október að Reykjavíkurborg hefði synjað umsókn zúista. Stjórnendur félagsins virðast hafa verið ósáttir við þá niðurstöðu. Í færslu á Facebook-síðu félagsins 9. október var skotið á borgina vegna Braggamálsins svonefnda. Vita af stöðu félagsins Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem ber að hafa eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, er „meðvitaður“ um að zúistar eru ekki til húsa þar sem þeir eru skráðir og að starfsemi félagsins virðist takmörkuð. Embættið vildi ekki veita frekari upplýsingar um hvort að staða félagsins hefði verið könnuð sérstaklega. Óljóst er á hvaða forsendum fallist var á umsókn zúista um skráningu sem trúfélag á sínum tíma. Skráning og eftirlit með trúfélögum hefur verið hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra frá árinu 2015 en þegar skráning Zuism var samþykkt í janúar árið 2013 heyrði það enn undir innanríkisráðuneytið. Samkvæmt reglum um skráningu opinberra trú- og lífsskoðunarfélaga sem settar voru árið 2013 var gerð krafa um að 25 manns eldri en átján ára væru í félagi til að það gæti fengið skráningu sem trúfélag. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru aðeins tveir félagsmenn í Zuism fyrsta árið. Fjöldinn var aldrei fleiri en fjórir áður en hópurinn sem vildi mótmæla lagaumhverfi trúfélaga tók Zuism yfir árið 2015. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, segir að áður en reglur um skráningu trúfélaga hafi tekið gildi árið 2013 hafi ekki verið kveðið á um tiltekinn fjölda félagsmanna við stofnun heldur hafi umsóknir verið metnar. Sérstök álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins sem fer yfir slíkar umsóknir. Gerð er krafa um að félag hafi náð fótfestu og hafi „stöðuga og virka“ starfsemi til að það fái skráningu sem trúfélag. Ætlast er til þess að um viðurkennd trúarbrögð sé að ræða sem hafi vísun í trú hér á landi eða erlendis. Þau þurfa að skila ársskýrslum um starfsemi sína og fjárreiður í mars á hverju ári. Vísir hefur óskað eftir ársskýrslum Zuism fyrir síðustu ár og þeim gögnum sem lágu til grundvallar þegar álitsnefnd dómsmálaráðuneytisins mælti með því að félagið fengi skráningu sem trúfélag. Halldór Þormar segir Vísi að erfitt sé fyrir yfirvöld að fylgjast með að trúfélög hafi raunverulega starfsemi. Ef forráðamenn þeirra fullyrði að þau séu virk sé erfitt að vefengja það. Þá segir hann að lögin um trúfélag séu afar opin um hæfi forstöðumanna trúfélaga. Þannig er til dæmis ekki gerð nein krafa um hreint sakarvottorð. Yfirvöld geta afskráð trúfélög ef þau standast ekki skilyrði laga en Halldór Þormar segir að ríkar ástæður þurfi til þess að ganga svo langt. Ekki sé ómögulegt að afskrá trúfélög en það sé afar flókið. Hann segist ekkert geta sagt til um hvort það kæmi til greina í tilfelli Zuism. Almennt séð telur Halldór Þormar að endurskoða þyrfti lög um trú- og lífsskoðunarfélög. Lögin eru barn síns tíma og þyrftu endurskoðunar við. Það eru ýmsir ágallar á lögunum segir Halldór Þormar sem bendir meðal annars á að ákvæði um að fólk geti ekki verið skráð í fleira en eitt trúfélag standist varla stjórnarskrárákvæði um félagafrelsi. Snæbjörn Guðmundsson var einn þeirra sem stýrði Zuism um tíma. Hópurinn titlaði sig Öldungaráð zúista og ætlaði hann að endurgreiða félögum sóknargjöld sín. Eftir að Ágúst Arnar náði aftur yfirráðum í félaginu tók hann yfir loforð fyrri stjórnar.Háskóli Íslands Tíminn leiði í ljós hvort gjörningurinn heppnaðist Yfirtakan á Zuism árið 2015 var nokkurs konar gjörningur til þess að vekja athygli á vanköntum á sóknargjaldakerfinu og lögum um trúfélög almennt. Deilt hefur verið um eðli sóknargjalda, hvort þau séu félagsgjöld sem ríkið sjái um að innheimta fyrir trúfélög eins og Þjóðkirkjan heldur fram að hvort það sé framlag úr ríkissjóði. Í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2014 kom fram að engin sérgreind sóknargjöld væru innheimt af ríkinu heldur væru framlög vegna sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. Snæbjörn Guðmundsson, einn þeirra sem tóku Zuism yfir árið 2015, segir að markmið hópsins hafi verið að benda á hversu furðulegt það væri að ríkið dældi fé í trúfélög athugasemdalaust í formi sóknargjalda. Hann segir ástæðu þess að hópurinn missti forræði yfir félaginu hafi verið þá að hann hafi fengið rangar leiðbeiningar frá yfirvöldum. Rekur Snæbjörn það til þess hversu óskýr lögin um trú- og lífsskoðunarfélög séu sem hafi leitt til þess að þau hafi verið túlkuð á ólíkan hátt innan stjórnsýslunnar. Saga trúfélagsins Zuism sé hrópandi dæmi um hversu lögin séu gölluð. Spurður að því hvort að hópurinn hafi náð markmiði sínu um að vekja athygli á annmörkum lagaramma trúfélaga þrátt fyrir að hann hafi misst yfirráð í félaginu segir Snæbjörn að tíminn verði að leiða það í ljós. „Ef ríkið og yfirvöld taka þetta ekki til sín og finnst þetta ekki vera merki um galla á kerfinu og það verður ekkert gert í því þá var þetta kannski ekki nóg,“ segir Snæbjörn. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59 Zúistar krefja ríkið um dráttarvexti á tugum milljóna Héraðsdómur vísaði skaðabótakröfu félagsins frá. 24. september 2018 11:15 Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Zúistum fækkar um 37 prósent Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum. 4. júní 2018 06:00 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. 28. apríl 2017 13:15 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Skráða trúfélagið Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði þrátt fyrir að það virðist hvergi til húsa og takmörkuð starfsemi fari fram á vegum þess. Miðað við núverandi félagafjölda mun félagið hafa fengið rúmar áttatíu milljónir króna frá ríkinu á næsta ári. Forstöðumaður Zuism var rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans var lokað vegna rannsóknar yfirvalda. Zúistar, eins og þeir hafa verið kallaðir, hafa vakið mikla athygli undanfarin ár vegna loforða um endurgreiðslu á sóknargjöldum til safnaðarins og átaka um yfirráð í félaginu. Spurningar hafa verið uppi um hvort að félagið hafi raunverulega starfsemi og um Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann og einn upphaflegra stofnenda þess. Félagið er sagt byggjast á trúarbrögðum fornrar þjóðar súmera sem eru ein elstu trúarbrögð í heimi. Þremenningarnir Ágúst Arnar, bróðir hans Einar og Ólafur Helgi Þorgrímsson sóttu um að félagið yrði skráð sem trúfélag árið 2013. Í stofnskjölum Zuism, trúfélags, félagsins sem tekur við sóknargjöldum frá ríkinu, kemur fram að Ólafur Helgi hafi verið formaður stjórnar en bræðurnir stjórnarmenn. Samkvæmt heimildum Vísis voru stofnendurnir þrír allir til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara um það leyti vegna meintra brota í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabankans þegar fjármagnshöft voru við lýði. Einar hlaut síðar þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir hafa svikið á áttunda tug milljóna út úr fjórum einstaklingum. Áfrýjun hans er nú til meðferðar hjá Landsrétti. Þeir Ágúst Arnar og Einar hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra fyrir umdeildum nýsköpunarverkefnum á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter. Vefsíðan stöðvaði söfnun þeirra fyrir meðfæranlegri vindmyllu þegar bræðurnir höfðu safnað tæpum tuttugu milljónum króna árið 2015. Einar Ágústsson var titlaður forstjóri Janulusar þegar bræðurnir söfnuðu fé fyrir færanlegri vindmyllu á Kickstarter. Söfnunin var stöðvuð vegna rannsóknar löggæsluyfirvalda. Einar var á meðal stofnenda Zuism.Skjáskot/Trinity Deilur um yfirráð í félaginu Engin starfsemi virðist þó hafa verið á vegum Zuism eftir að það hlaut skráningu sem trúfélag fyrir fimm árum. Félagið hafði ekki skilað ársskýrslu og af þeim sökum hugðist sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, afskrá það. Samkvæmt lögum þurfti hins vegar að auglýsa eftir aðstandendum félagsins í Lögbirtingarblaðinu. Hópur fólks sem vildi andæfa fyrirkomulagi sóknargjalda svaraði kallinu og tók Zuism yfir árið 2015. Hann var ótengdur þremenningunum sem stofnuðu félagið upphaflega. Loforð þess hóps um að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld laðaði rúmlega þrjú þúsund manns að félaginu þegar mest lét árið 2016. Fyrir þann tíma höfðu aldrei fleiri en fjórir verið skráðir í félagið samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þegar hér var komið við sögu steig Ágúst Arnar fram og gerði tilkall til yfirráða í félaginu og fjármunanna sem þúsundir nýrra félagsmanna áttu eftir að færa því. Innanríkisráðuneytið setti Ísak Andra Ólafsson, forstöðumann félagsins fyrir hönd hópsins, af með úrskurði að kröfu Ágústs Arnars í janúar í fyrra. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst Arnar sem forstöðumann félagsins í október í fyrra. Þá greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 53 milljónir króna í sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Ágúst Arnar hefur síðan gert kröfu á hendur ríkinu um dráttarvexti af fénu. Velkist það mál nú um fyrir dómstólum. Í yfirlýsingu sem hópurinn sendi frá sér eftir að hann missti forráð yfir félaginu gagnrýndi hann stjórnsýsluna fyrir hvernig farið var með málið. Þegar hópurinn gaf sig fram til að taka við félaginu árið 2015 hafi hann fengið þær upplýsingar að ekki skipti máli að hann réði ekki yfir rekstrarfélaginu sem Ágúst Arnar og Einar stofnuðu fyrir það á sínum tíma þar sem trúfélagið væri óháð því. Þegar hópurinn hugðist stofna sitt eigið rekstrarfélag fyrir trúfélagið hafi komið í ljós að ekki hafi verið sami skilningur á lögunum alls staðar innan stjórnsýslunnar. Þá hafi hópnum verið sagt að ekki væri hægt að skilja að trúfélagið og upphaflega rekstrarfélagið. Þannig fengi hann ekki tekið við eða ráðstafað fjármunum félagsins sem kæmu frá ríkinu þrátt fyrir að hann hefði verið viðurkenndur sem forráðamenn þess. Í kynningarmyndbandi fyrir Trinity-vindmylluna var Ágúst Arnar sagður varaforseti Janulusar. Það félag fékk síðar nafnið RH16 og er skráð í Borgartúni. Zúistar auglýstu aðalfund þar nú í haust.Skjáskot/Trinty Fá rúmar tuttugu milljónir á næsta ári að óbreyttu Sóknargjöld hvers árs sem ríkið veitir trúfélögum miðast við fjölda félaga í þeim 1. desember árið áður. Þannig fékk Zuism rúmar 32 milljónir króna fyrir árið 2016 þegar skráðir félagar voru 2.974 samkvæmt tölum Fjársýslu ríkisins. Árið eftir námu sóknargjöldin 31,4 milljónum króna en þá var félagafjöldinn 2.851. Nokkuð fækkaði í Zuism eftir að Ágúst Arnar náði aftur völdum í félaginu í fyrra. Hópurinn sem hafði lofað endurgreiðslum sóknargjaldanna hvatti félagsmenn meðal annars til þess að segja sig úr félaginu. Samkvæmt upplýsingum Fjársýslu ríkisins, sem greiðir út sóknargjöldin, eru 1.898 manns skráðir í Zuism. Miðað við þann fjölda fær félagið 21,2 milljónir króna í sóknargjöld úr ríkissjóði á næsta ári, alls 930 krónur á mánuði og 11.160 krónur yfir árið fyrir hvern félaga. Frá árinu 2016 munu opinberar greiðslur til zúista þá hafa numið 84,7 milljónum króna. Ágúst Arnar hét því að halda loforð sem hópurinn sem hann deildi við um yfirráðin hafði gefið um að endurgreiða félögum sóknargjöldin. Auglýsti hann eftir umsóknum um endurgreiðslur í fyrra og aftur nú í haust. Í viðtölum við fjölmiðla hefur hann hins vegar hvorki viljað upplýsa um hversu margir félagar hafi fengið endurgreitt né hversu mikið af sóknargjöldunum hafi verið greidd út. Félagið Janulus er enn skráð á dyrabjöllu skrifstofugarða í Nethyl 2b. Trúfélagið Zuism er skráð þar með lögheimili en umsjónamaður garðanna segir það aldrei hafa haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm Skráðu Zuism að Nethyl eftir að þeir voru farnir þaðan Félagið Zuism sem er skráð fyrir sóknargjöldunum hjá Fjársýslu ríkisins er skráð til lögheimilis að Nethyl 2b í Reykjavík. Ekkert bólar hins vegar á félaginu þar. Farsímanúmer sem gefið er upp fyrir félagið á Já.is virðist einnig ótengt. Gunnar Jónatansson, umsjónarmaður Netlu skrifstofugarða, staðfestir við Vísi að Zuism hafi aldrei leigt þar eða verið með starfsemi í húsinu. Hann kannaðist þó við að bræðurnir hefðu verið með aðra starfsemi í skrifstofu sem þeir leigðu þar. Viðskiptum þeirra hafi hins vegar lokið í nóvember árið 2015. Þrátt fyrir það skrifuðu bræðurnir undir tilkynningu til Ríkisskattstjóra um flutning lögheimilis trúfélagsins á Nethyl í desember það ár. Þegar blaðamaður leitaði að félaginu að Nethyl í síðustu viku kom í ljós að félagið Janulus var skráð á eina af dyrabjöllunum fyrir skrifstofugarðana á annarri hæð hússins. Janulus er félag sem Ágúst Arnar og Einar stofnuðu í maí árið 2015 og notuðu þegar þeir söfnuðu áheitum á Kickstarter fyrir Trinity-vindmyllunni. Ágúst Arnar var skráður formaður stjórnar Janulusar við stofnun. Kickstarter stöðvaði söfnunina þegar áheitin nálguðust um tuttugu milljónir króna árið 2015. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir talsmaður hópfjármögnunarsíðunnar að fyrirtækið geti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnunin var stöðvuð í ljósi þess að það hafi unnið með „löggæsluyfirvöldum“ í tengslum við verkefni bræðranna. Félagið Janulus er enn skráð að Dalvegi 16b í Kópavogi á Já.is en símanúmer þess er ótengt. Á Dalvegi er nafn félagsins enn letrað fyrir ofan fellihurð á litlu verkstæði. Nágrannar sögðu blaðamanni Vísis hins vegar að bræðurnir hefðu ekki sést þar frá því að lögregla og fréttamaður frá Kastljósi hefðu birst þar árið 2015. Janulus er félagið sem bræðurnir notuðu þegar þeir söfnuðu fé fyrir vindmylluverkefni sínu. Merki félagsins er enn utan á húsnæði sem þeir leigðu að Dalvegi í Kópavogi fyrir þremur árum.Vísir/Vilhelm Nafni Janulusar var breytt í RH16 ehf. í febrúar árið 2016. Upphaflega var það skráð að Nethyl en Ágúst Arnar lét breyta lögheimilinu í júní. Það hefur síðan verið skráð til heimilis að Borgartúni 22 í Reykjavík, sama húsnæði og aðalfundur Zuism var auglýstur á vefsíðu félagsins í september. Ágúst Arnar leigir skrifstofu á þriðju hæð hússins af Flugvirkjafélagi Íslands. Enginn svaraði þegar blaðamaður bankaði upp á þar á mánudag. Vísir sagði frá því fyrr í vikunni að Ágúst Arnar og RH16 hefðu fengið tæpa eina og hálfa milljón króna í opinberan styrk frá Tækniþróunarsjóði vegna sólarselluverkefnis sem ber veruleg líkindi við vöru sem bræðurnir auglýstu á Kickstarter á sínum tíma. RH16 ehf. er skráð á póstkassa að Borgartúni 22. Ágúst Arnar leigir skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands á þriðju hæð hússins. Auglýst var að aðalfundur Zuism færi fram í húsinu í september.Vísir/Vilhelm Ekki næst í núverandi eða fyrrverandi stjórnendur Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ágústi Arnari eða öðrum fulltrúum félagsins hafa ekki borið árangur undanfarna viku. Hann virðist ekki hafa síma skráðan á Já.is og hann svaraði ekki í síma sem blaðamaður fékk upplýsingar um að hann hefði, Facebook-skilaboðum eða tölvupósti á póstfang Janulusar sem bræðurnir notuðu til að senda fjölmiðlum tilkynningu um viðburð í tengslum við vindmylluverkefni sitt í mars í fyrra. Þá hafa engin svör borist við fyrirspurn Vísis sem send var í gegnum vefsíðu Zuism í síðustu viku. Ólafur Helgi Þorgrímsson, upphaflegur stjórnarformaður Zuism, óskaði eftir því við Ríkisskattstjóra að hann yrði afskráður sem einn stjórnenda félagsins í febrúar árið 2014. Hann baðst undan viðtali við Vísi en sagðist ekki tengjast trúfélaginu í dag. Í desember árið 2013 tilkynntu zúistar um breytingu á stjórn félagsins. Þar var Ólafs Helga ekki lengur getið. Þar var hins vegar skráð Sóley Rut Magnúsdóttir, maki Einars, sem annar tveggja meðstjórnenda Ágústs Arnars, sem var titlaður formaður stjórnar. Sóley Rut var enn skráð sem meðstjórnandi þegar trúfélagið tilkynnti um flutning sinn á Nethyl í desember árið 2015. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Teikning af hofi sem zúistar fullyrða að þeir vilji reisa. Þeir segjast hafa hafið undirbúning að byggingu þess og stofnað sjóð sem félagar geti lagt sóknargjöld sín í til að fjármagna hana.Zuism.is Starfsemi félagsins óljós Erfitt er að segja til um hversu virk starfsemi Zuism er utan þess að félagið virðist vera húsnæðislaust. Félagið auglýsti aðalfund í Borgartúni 22 á vefsíðu sinni föstudaginn 14. september. Í grein sem birtist á vefnum í febrúar var fullyrt að vinsælasti viðburður félagsins væri „Bjór og bæn“ þar sem zúistar hittust til að fá sér bjór og „fara með ljóð um bjórgyðjuna Ninkasi“. Ekkert kom fram um hvenær eða hvar slíkir viðburðir væru haldnir. Á Facebook-síðu Zuism er heldur ekki hægt að finna færslur um atburði á vegum þess. Færslur þar eru aðallega deilingar á fréttum um félagið í tengslum við umsóknir um endurgreiðslur og styrki sem það hafi fært Kvennaathvarfinu og Barnaspítala Hringsins í ágúst og desember í fyrra. Bæði Kvennaathvarfið og Barnaspítalinn staðfestu við Vísi að styrkirnir hefðu borist þeim. Kvennaathvarfið fékk eina milljóna króna og Barnaspítalinn 1,1 milljón. Ágúst Arnar hafði auglýst að félagar í trúfélaginu gætu valið að láta sóknargjöld sín renna til góðgerðamála í stað þess að fá þau endurgreidd í eigin vasa. Miðað við upphæðirnar sem félagið gaf Kvennaathvarfinu og Barnaspítalanum og mánaðarlegt sóknargjald síðasta árs hafa um 190 félagsmenn Zuism valið þann kost. Zuism sótti um lóð undir hof til Reykjavíkurborgar í maí. Fullyrt var í frétt á vef félagsins að stjórn þess ynni með verkfræðingum, byggingarverktökum og hönnuðum að kostnaðaráætlun og hönnun á byggingunni. Sérstakur sjóður hefði verið stofnaður til að halda utan um fjármál sem tengdust uppbyggingu og viðhaldi hofsins. Félögum yrði boðið að láta sóknargjöld sín fyrir árið 2018 renna til sjóðsins. Kjarninn greindi frá því í október að Reykjavíkurborg hefði synjað umsókn zúista. Stjórnendur félagsins virðast hafa verið ósáttir við þá niðurstöðu. Í færslu á Facebook-síðu félagsins 9. október var skotið á borgina vegna Braggamálsins svonefnda. Vita af stöðu félagsins Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem ber að hafa eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, er „meðvitaður“ um að zúistar eru ekki til húsa þar sem þeir eru skráðir og að starfsemi félagsins virðist takmörkuð. Embættið vildi ekki veita frekari upplýsingar um hvort að staða félagsins hefði verið könnuð sérstaklega. Óljóst er á hvaða forsendum fallist var á umsókn zúista um skráningu sem trúfélag á sínum tíma. Skráning og eftirlit með trúfélögum hefur verið hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra frá árinu 2015 en þegar skráning Zuism var samþykkt í janúar árið 2013 heyrði það enn undir innanríkisráðuneytið. Samkvæmt reglum um skráningu opinberra trú- og lífsskoðunarfélaga sem settar voru árið 2013 var gerð krafa um að 25 manns eldri en átján ára væru í félagi til að það gæti fengið skráningu sem trúfélag. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru aðeins tveir félagsmenn í Zuism fyrsta árið. Fjöldinn var aldrei fleiri en fjórir áður en hópurinn sem vildi mótmæla lagaumhverfi trúfélaga tók Zuism yfir árið 2015. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, segir að áður en reglur um skráningu trúfélaga hafi tekið gildi árið 2013 hafi ekki verið kveðið á um tiltekinn fjölda félagsmanna við stofnun heldur hafi umsóknir verið metnar. Sérstök álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags starfar á vegum dómsmálaráðuneytisins sem fer yfir slíkar umsóknir. Gerð er krafa um að félag hafi náð fótfestu og hafi „stöðuga og virka“ starfsemi til að það fái skráningu sem trúfélag. Ætlast er til þess að um viðurkennd trúarbrögð sé að ræða sem hafi vísun í trú hér á landi eða erlendis. Þau þurfa að skila ársskýrslum um starfsemi sína og fjárreiður í mars á hverju ári. Vísir hefur óskað eftir ársskýrslum Zuism fyrir síðustu ár og þeim gögnum sem lágu til grundvallar þegar álitsnefnd dómsmálaráðuneytisins mælti með því að félagið fengi skráningu sem trúfélag. Halldór Þormar segir Vísi að erfitt sé fyrir yfirvöld að fylgjast með að trúfélög hafi raunverulega starfsemi. Ef forráðamenn þeirra fullyrði að þau séu virk sé erfitt að vefengja það. Þá segir hann að lögin um trúfélag séu afar opin um hæfi forstöðumanna trúfélaga. Þannig er til dæmis ekki gerð nein krafa um hreint sakarvottorð. Yfirvöld geta afskráð trúfélög ef þau standast ekki skilyrði laga en Halldór Þormar segir að ríkar ástæður þurfi til þess að ganga svo langt. Ekki sé ómögulegt að afskrá trúfélög en það sé afar flókið. Hann segist ekkert geta sagt til um hvort það kæmi til greina í tilfelli Zuism. Almennt séð telur Halldór Þormar að endurskoða þyrfti lög um trú- og lífsskoðunarfélög. Lögin eru barn síns tíma og þyrftu endurskoðunar við. Það eru ýmsir ágallar á lögunum segir Halldór Þormar sem bendir meðal annars á að ákvæði um að fólk geti ekki verið skráð í fleira en eitt trúfélag standist varla stjórnarskrárákvæði um félagafrelsi. Snæbjörn Guðmundsson var einn þeirra sem stýrði Zuism um tíma. Hópurinn titlaði sig Öldungaráð zúista og ætlaði hann að endurgreiða félögum sóknargjöld sín. Eftir að Ágúst Arnar náði aftur yfirráðum í félaginu tók hann yfir loforð fyrri stjórnar.Háskóli Íslands Tíminn leiði í ljós hvort gjörningurinn heppnaðist Yfirtakan á Zuism árið 2015 var nokkurs konar gjörningur til þess að vekja athygli á vanköntum á sóknargjaldakerfinu og lögum um trúfélög almennt. Deilt hefur verið um eðli sóknargjalda, hvort þau séu félagsgjöld sem ríkið sjái um að innheimta fyrir trúfélög eins og Þjóðkirkjan heldur fram að hvort það sé framlag úr ríkissjóði. Í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2014 kom fram að engin sérgreind sóknargjöld væru innheimt af ríkinu heldur væru framlög vegna sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. Snæbjörn Guðmundsson, einn þeirra sem tóku Zuism yfir árið 2015, segir að markmið hópsins hafi verið að benda á hversu furðulegt það væri að ríkið dældi fé í trúfélög athugasemdalaust í formi sóknargjalda. Hann segir ástæðu þess að hópurinn missti forræði yfir félaginu hafi verið þá að hann hafi fengið rangar leiðbeiningar frá yfirvöldum. Rekur Snæbjörn það til þess hversu óskýr lögin um trú- og lífsskoðunarfélög séu sem hafi leitt til þess að þau hafi verið túlkuð á ólíkan hátt innan stjórnsýslunnar. Saga trúfélagsins Zuism sé hrópandi dæmi um hversu lögin séu gölluð. Spurður að því hvort að hópurinn hafi náð markmiði sínu um að vekja athygli á annmörkum lagaramma trúfélaga þrátt fyrir að hann hafi misst yfirráð í félaginu segir Snæbjörn að tíminn verði að leiða það í ljós. „Ef ríkið og yfirvöld taka þetta ekki til sín og finnst þetta ekki vera merki um galla á kerfinu og það verður ekkert gert í því þá var þetta kannski ekki nóg,“ segir Snæbjörn.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59 Zúistar krefja ríkið um dráttarvexti á tugum milljóna Héraðsdómur vísaði skaðabótakröfu félagsins frá. 24. september 2018 11:15 Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30 Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Zúistum fækkar um 37 prósent Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum. 4. júní 2018 06:00 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. 28. apríl 2017 13:15 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59
Zúistar krefja ríkið um dráttarvexti á tugum milljóna Héraðsdómur vísaði skaðabótakröfu félagsins frá. 24. september 2018 11:15
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Fjársvik Kickstarter-bróður bæði „skipulögð og úthugsuð“ Einar Ágústsson, sem í dag fékk þungan dóm í tugmilljóna fjársvikamáli, á sér engar málsbætur að mati Héraðsdóms Reykjaness. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brot hans "skipulögð og úthugsuð“. Hægt sé að slá því föstu að fjárfestingasjóðurinn sem Einar sagðist starfrækja hafi í raun ekki verið starfræktur 2. júní 2017 14:30
Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59
Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30
Zúistum fækkar um 37 prósent Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum. 4. júní 2018 06:00
Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00
Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst. 28. apríl 2017 13:15
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45