Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Lovísa Arnardóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 24. nóvember 2025 15:39 Heiða Björg og Inga Sæland. Stjórnarráðið/Róbert Reynisson Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem fjallar um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn. Í frumvarpinu er lagt til að nýrri stofnun verði komið á fót sem sjái um framkvæmdina. Heiti hennar verði Miðstöð um öryggisráðstafanir. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs nýju stofnunarinnar hefur þegar verið tryggt. Í tilkynningu kemur fram að ekki hafi áður verið til heildstæð lög um framkvæmd öryggisráðstafana hér á landi. Frumvarpið sé hluti af afar umfangsmikilli vinnu stjórnvalda í málaflokknum. „Svo árum skipti hefur verið ákall um að stjórnvöld nái utan um þennan málaflokk. Nú höfum við gengið í verkið. Loksins erum við að ná heildstætt utan um hóp fólks sem þarf sértæk úrræði – úrræði sem hingað til hefur skort,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni og að ný stofnun muni gjörbreyta landslaginu. Nokkur mál hafa komið upp síðustu misseri þar sem íbúar eða sérfræðingar innan til dæmis fangelsismálakerfisins lýsa áhyggjum af einstaklingum sem eru á leið úr fangelsisvistun en stafar enn ógn af og einstaklingum sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála. Í tilkynningu segir að markmiðið með frumvarpinu sé að bæta lagaumhverfi og framkvæmd öryggisráðstafana og gera úrbætur í málefnum einstaklinga sem með dómsúrlausn er gert að sæta slíkum ráðstöfunum. Stofnunin eigi að tryggja að framkvæmd öryggisráðstafana sé í samræmi við mannréttindi og að réttaröryggi þeirra sem sæta slíkum ráðstöfunum sé tryggt. Sömuleiðis að öryggisráðstafanir varni því að viðkomandi verði sjálfum sér eða öðrum að skaða.Þá segir einnig að það verði markmið að sú þjónusta sem veitt verður samhliða öryggisráðstöfunum stuðli að aukinni hæfni og virkri þátttöku þeirra sem þeim sæta og að þeir fái viðeigandi stuðning, þjálfun og meðferð. Mælir fyrir frumvarpinu í nóvember Gert er ráð fyrir að félags- og húsnæðismálaráðherra mæli fyrir frumvarpinu í nóvember. Á þingmálaskrá ríkisstjórnar er einnig að finna frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, sem snýr að breytingum á þeim kafla í almennum hegningarlögum sem fjallar um öryggisráðstafanir. Þá er á þingmálaskránni frumvarp til laga um barnavernd sem Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mælir fyrir og tengist sömuleiðis vinnu stjórnvalda í málaflokknum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Fangelsismál Mannréttindi Félagsmál Tengdar fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. 14. júlí 2025 11:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að ekki hafi áður verið til heildstæð lög um framkvæmd öryggisráðstafana hér á landi. Frumvarpið sé hluti af afar umfangsmikilli vinnu stjórnvalda í málaflokknum. „Svo árum skipti hefur verið ákall um að stjórnvöld nái utan um þennan málaflokk. Nú höfum við gengið í verkið. Loksins erum við að ná heildstætt utan um hóp fólks sem þarf sértæk úrræði – úrræði sem hingað til hefur skort,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni og að ný stofnun muni gjörbreyta landslaginu. Nokkur mál hafa komið upp síðustu misseri þar sem íbúar eða sérfræðingar innan til dæmis fangelsismálakerfisins lýsa áhyggjum af einstaklingum sem eru á leið úr fangelsisvistun en stafar enn ógn af og einstaklingum sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála. Í tilkynningu segir að markmiðið með frumvarpinu sé að bæta lagaumhverfi og framkvæmd öryggisráðstafana og gera úrbætur í málefnum einstaklinga sem með dómsúrlausn er gert að sæta slíkum ráðstöfunum. Stofnunin eigi að tryggja að framkvæmd öryggisráðstafana sé í samræmi við mannréttindi og að réttaröryggi þeirra sem sæta slíkum ráðstöfunum sé tryggt. Sömuleiðis að öryggisráðstafanir varni því að viðkomandi verði sjálfum sér eða öðrum að skaða.Þá segir einnig að það verði markmið að sú þjónusta sem veitt verður samhliða öryggisráðstöfunum stuðli að aukinni hæfni og virkri þátttöku þeirra sem þeim sæta og að þeir fái viðeigandi stuðning, þjálfun og meðferð. Mælir fyrir frumvarpinu í nóvember Gert er ráð fyrir að félags- og húsnæðismálaráðherra mæli fyrir frumvarpinu í nóvember. Á þingmálaskrá ríkisstjórnar er einnig að finna frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, sem snýr að breytingum á þeim kafla í almennum hegningarlögum sem fjallar um öryggisráðstafanir. Þá er á þingmálaskránni frumvarp til laga um barnavernd sem Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mælir fyrir og tengist sömuleiðis vinnu stjórnvalda í málaflokknum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Fangelsismál Mannréttindi Félagsmál Tengdar fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. 14. júlí 2025 11:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. 14. júlí 2025 11:43