Einkaveröldin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun