Íslandspóstur fái 1,5 milljarða í lán frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 06:00 Íslandspóstur þarf að fá allt að einum og hálfum milljarði í fyrirgreiðslu frá ríkinu. Fréttablaðið/Ernir Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira