Íslandspóstur fái 1,5 milljarða í lán frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 06:00 Íslandspóstur þarf að fá allt að einum og hálfum milljarði í fyrirgreiðslu frá ríkinu. Fréttablaðið/Ernir Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira