Draga í efa ársreikninga Primera Air Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 14. nóvember 2018 07:30 Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar, hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar. Endurskoðendur félaganna hjá Deloitte segja víkjandi lán frá tengdum aðila sem Primera Air var veitt í fyrra upp á 20,9 milljónir evra, sem breytti neikvæðri eiginfjárstöðu félagsins í jákvæða um 4,6 milljónir evra í árslok 2017, flokkist sem eiginfjárgerningur samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá feli innleystur hagnaður á árinu 2017 upp á 13,3 milljónir evra vegna sölu á flugvélum, sem ekki var búið að afhenda, í sér breytingu á gangvirðismati þar sem um sé að ræða afleiðusamninga. Endurskoðendur sem hafa rýnt í ársreikninga félaga innan Primera-samstæðunnar telja verulegan vafa leika á því að ársreikningar tveggja félaga, Primera Air ehf. og Primera Travel Group ehf., fyrir síðasta ár séu í samræmi við lög, reglur og góða endurskoðunarvenju. Endurskoðendurnir, sem ræddu við Markaðinn í trausti nafnleyndar, telja til að mynda vandséð að áðurnefnt víkjandi lán sem Primera Air var veitt í fyrra geti talist til eigin fjár félagsins en án lánsins hefði eigið fé þess verið neikvætt um 16,3 milljónir evra í lok síðasta árs. Þá segja þeir vafa leika á því hvort félaginu hafi verið heimilt að innleysa á síðasta ári söluhagnað vegna endursölu á Boeing-flugvélum sem eru enn í smíðum og verða afhentar í aprílmánuði árið 2019. Til viðbótar er það mat viðmælenda Markaðarins að sterk rök hafi staðið til þess að færa niður, að hluta eða öllu leyti, milljóna evra kröfur Primera Travel Group á hendur systurfélaginu Primera Air og móðurfélagi þess síðarnefnda, PA Holding, í ljósi bágrar fjárhagsstöðu félaganna. Rekstur Primera Air og erlendra dótturfélaga þess, Primera Air Nordic í Lettlandi og Primera Air Scandinavia í Danmörku, stöðvaðist sem kunnugt er í byrjun síðasta mánaðar þegar félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta. Andri Már segir að þau áföll sem félagið hafi orðið fyrir síðasta sumar hafi verið gríðarleg, eins og fram hafi komið í fréttum. „Og þar sem ekki fékkst langtímafjármögnun fyrir félagið, sem maður sér nú með öðrum hætti eftir frekari fréttir úr flugheiminum, var ákveðið að stöðva rekstur félagsins frekar en að valda mögulega meira tjóni,“ segir hann.Primera Air hætti í haust starfsemi eftir fjórtán ár í rekstri og var flugfélagið, ásamt dótturfélögum sínum í Danmörku og Lettlandi, í kjölfarið tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnendur flugfélagsins sögðu að horfur á flugmarkaði hefðu farið hratt versnandi, með hækkandi olíuverði og lækkandi flugfargjöldum, og ekki hefði tekist að tryggja félaginu fjármögnun til langs tíma. Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNeikvætt eigið fé árum saman Eigið fé Primera Air hefur verið neikvætt svo árum skiptir en sem dæmi var það neikvætt um 22,1 milljón evra í lok árs 2015, en það ár tapaði félagið 12,6 milljónum evra, og neikvætt um 17,1 milljón evra í árslok 2016. Athygli vekur að þrátt fyrir langvarandi bágborna eiginfjárstöðu hafa endurskoðendur félagsins frá Deloitte engan fyrirvara gert um rekstrarhæfi þess í ársreikningunum. Erfið staða flugfélagsins hefur verið mörgum ljós um nokkurt skeið og segja viðmælendur Markaðarins á fjármálamarkaði að gjaldþrot félagsins hafi ekki komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Vitað hafi verið að svona gæti farið. Áhyggjur af stöðu Primera Air mögnuðust á meðal fjárfesta og ekki síst lánardrottinsins, Arion banka, þegar skuldabréfaútboð WOW air stóð sem hæst í september síðastliðnum en óttast var að fall Primera Air gæti torveldað áform WOW air um að sækja sér aukið fjármagn. Andri Már er sagður hafa leitað fjármagns víða síðustu mánuðina áður en félag hans fór í þrot, án árangurs, og biðlaði hann meðal annars til íslenskra lánastofnana, lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta um að leggja félaginu til fé. Sjálfur fullyrti Andri Már í samtali við Markaðinn 12. september síðastliðinn að Primera air væri að ljúka langtímafjármögnun upp á 40 milljónir evra, jafnvirði 5,5 milljarða króna, með skuldabréfaútboði auk fjármögnunar frá viðskiptabanka flugfélagsins. Þau áform gengu ekki eftir. Primera Air og erlendu dótturfélögin tvö hættu starfsemi 2. október síðastliðinn og voru í kjölfarið tekin til gjaldþrotaskipta. Arion banki þurfti að færa niður lán og greiða út ábyrgðir fyrir á bilinu alls 1,3 til 1,8 milljarða króna vegna gjaldþrotsins en óvíst er hve miklar eignir munu finnast í þrotabúum félaganna. Skiptastjórar danska félagsins hafa látið hafa eftir sér að þær séu óverulegar. Andri Már segir að langstærstu kröfuhafar félagsins séu flugvélaeigendur, sem skili inn kröfum sínum að fullu út leigutímann, en á móti komi að þeir hafi haft milljarða í tryggingar. „Þannig að það á eftir að koma í ljós hversu mikið tjón þeirra varð. Sumar vélar Primera Air eru nú þegar farnar að fljúga fyrir nýja aðila,“ segir hann og nefnir að það félag sem hafi orðið fyrir mestu tjóni af stöðvun flugfélagsins hafi verið Primera Travel Group.Grafík/FréttablaðiðÓvæntur viðsnúningu Af ársreikningi Primera Air fyrir síðasta ár að dæma batnaði fjárhagsstaðan umtalsvert á árinu, miðað við fyrri ár, en til marks um það fór eiginfjárhlutfallið frá því að vera neikvætt um 51 prósent í lok árs 2016 í það að vera jákvætt um 8,8 prósent í lok síðasta árs. Var eigið fé félagsins á sama tíma jákvætt um 4,6 milljónir evra. Viðsnúningurinn kom þeim sem þekkja vel til mála á flugmarkaði nokkuð á óvart enda var árferðið á markaðinum afar erfitt á árinu. Hærra olíuverð, lægri flugfargjöld og aukinn launakostnaður bitnuðu á rekstri flugfélaga eins og rekstrartölur íslensku félaganna Icelandair Group og WOW air báru með sér. Hagnaður fyrrnefnda félagsins dróst saman um tæp 60 prósent á meðan síðarnefnda félagið tapaði um 2,4 milljörðum króna. Af ársreikningi Primera Air má ráða að einkum tvö atriði, nýtt víkjandi lán og söluhagnaður vegna Boeing-flugvéla, hafi að stórum hluta skýrt bætta eiginfjárstöðu félagsins. Áðurnefnt víkjandi lán upp á 20,9 milljónir evra, sem systurfélagið Primera Travel Group veitti Primera Air í fyrra, var fært á meðal eigin fjár í síðasta ársreikningi Primera Air og skýrir þannig bætta eiginfjárstöðu félagsins á milli ára. Endurskoðendur sem hafa kynnt sér reikningsskilin telja hins vegar að á meðan ekki liggi fyrir frekari upplýsingar sé vandséð að lánið geti talist til eigin fjár. Þeir benda á að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé eigið fé eða eiginfjárgerningur eftirstæðir hagsmunir í eignum þegar allar skuldir hafa verið dregnar frá. Þá megi ekki vera neinar skuldbindingar um að láta af hendi handbært fé eða aðrar fjáreignir. Ekki verði séð af ársreikningi Primera Air að félagið geti látið af hendi hlutafé til greiðslu skuldarinnar. Í svari Deloitte við fyrirspurn Markaðarins er tekið fram að skilmálar umræddra lánasamninga séu þannig að undir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum flokkist þeir sem eiginfjárgerningur en ekki fjárskuld. „Engin greiðsluskylda er til staðar í þessum samningum heldur eru skilmálarnir þeir að Primera Air getur ákveðið einhliða að greiða niður lánin ef fjárhagsstaða þess félags leyfir. Lánin eru víkjandi gagnvart öllum öðrum kröfum eða skuldum,“ segir í svari Deloitte. Miðað við skilmálana sé ekki til staðar skylda hjá Primera Air til þess að „láta af hendi til annars aðila handbært fé eða aðra fjáreign þar sem skilmálar lánsins kveða á um að það sé algjörlega ákvörðun Primera Air hvort þeir greiði af láninu og af þeirri ástæðu eru lánin flokkuð sem eiginfjárgerningur,“ segir jafnframt í svarinu. Er bætt við að til hafi staðið að breyta þessari skuld í eigin fé og Primera Travel Group myndi auka hlut sinn í flugfélaginu á þessu ári.Grafík/FréttablaðiðInnleysti hagnað af vélasölu Primera Air innleysti hagnað upp á 13,3 milljónir evra, jafnvirði ríflega 1,8 milljarða króna, í fyrra vegna sölu á flugvélum til erlenda leigufélagsins AGC PUMA PDP en vélarnar verða afhentar og teknar í notkun í apríl árið 2019. Í skýringum sem fylgja ársreikningi Primera Air er bent á að félagið hafi undirritað á síðasta ári samning við flugvélaframleiðandann Boeing um kaup á átta 737-9 MAX vélum til afhendingar á árunum 2019 til 2020. Í desember í fyrra hafi félagið síðan selt hluta af vélunum til erlends leigufélags og verði þær afhentar í apríl næstkomandi. Viðmælendur Markaðarins benda á að meginreglan sé sú að ekki skuli tekjufæra hagnað af sölu eigna fyrr en eignirnar hafi verið afhentar. Þó sé ekki útilokað að umrædd tekjufærsla sé heimil, vegna möguleika á að skilgreina gerninga í viðskiptunum sem afleiðusamninga, en ekki sé hægt að skera úr um það af lestri ársreikningsins. Þeir taka þó fram að ekki sé ólíklegt að afhending flugvélanna sé háð ýmsum skilyrðum, þótt ekki sé minnst á það í ársreikningi Primera Air. Að því gefnu að óheimilt sé að innleysa söluhagnaðinn vegna flugvélanna megi ætla að eigið fé félagsins sé ofmetið um 10,6 milljónir evra, að teknu tilliti til tekjuskatts sem reiknaður hefur verið á móti meintum söluhagnaði. Í svari Deloitte er bent á að þeir samningar sem gerðir voru af hendi Primera Air um kaup og sölu á flugvélum innihaldi ákveðna rétti varðandi afhendingu og verð vélanna sem reikningshaldslega sé farið með sem afleiður af þeirri ástæðu að endanlegt verð vélanna sé ekki fast heldur breytilegt. Afleiðan sé – í samræmi við alþjóðlegan staðal – metin á gangvirði á reikningsskiladegi og gangvirðisbreytingar séu færðar í gegnum rekstur. Ekki sé um að ræða innleystar tekjur hjá félaginu, heldur „gangvirðisbreytingu afleiðu sem hefði tekið gangvirðisbreytingum fram að innlausnardegi miðað við viðeigandi útreikning á gangvirði hennar og breytingar á undirliggjandi forsendum,“ segir í svarinu.Telja eignir ofmetnar Endurskoðendurnir sem Markaðurinn ræddi við vekja einnig athygli á því að systurfélagið Primera Travel Group, sem heldur utan um allan ferðaskrifstofurekstur Primera-samstæðunnar, hafi veitt Primera Air og PA Holding langtímalán að fjárhæð 26,6 milljónir evra. Krafa ferðaskrifstofufélagsins á hendur PA Holding, móðurfélagi Primera Air, nam 8,3 milljónum evra í lok síðasta árs en eigið fé PA Holding var á sama tíma neikvætt um sömu fjárhæð auk þess sem það virðist hafa verið eignalaust. Að mati viðmælenda Markaðarins standa því rök til þess að krafan sé að fullu færð niður í bókum Primera Travel Group. Því til viðbótar telja endurskoðendurnir að ástæða hafi verið til þess að færa niður 18,6 milljóna evra kröfu Primera Travel Group á hendur Primera Air, enda hafi legið fyrir um langt skeið hve bágborin eiginfjárstaða Primera Air sé. Því til svara útskýrir Andri Már að í lok síðasta árs hafi það verið mat stjórnenda Primera Air að rekstur félagsins hafi verið góður og áætlanir hafi gert ráð fyrir aukningu í tekjum og hagnaði. „Ekki voru taldir vera til staðar tapsatburðir sem gæfu til kynna að virðisrýrnun hefði átt sér stað á þessum kröfum og af þeirri ástæðu voru þær ekki færðar niður í bókum félagsins,“ segir í svari Andra Más. Óvarlegt er að fullyrða, að mati endurskoðendanna sem ræddu við Markaðinn, að áritunin á ársreikning Primera Travel Group sé röng. Annaðhvort hafi ábendingarnar átt að vera fleiri eða áritunin átt að vera með fyrirvara vegna þeirra ágalla sem séu á reikningnum. Í því sambandi benda þeir sérstaklega á að eignir séu verulega ofmetnar og langtímakröfur, svo sem á hendur Primera Air og PA Holding, ekki færðar niður. Þess má geta að í kjölfar gjaldþrots Primera Air stofnaði Andri Már nýtt eignarhaldsfélag, Travelco, með milljarð króna í hlutafé og keypti allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group. Voru kaupin sögð eiga að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna og styrkja eigið fé félagsins eftir áföll haustsins. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Strandaglópar Primera gramir eftir gjaldþrotið Óánægja er meðal þeirra sem áttu flug heim til sín með Primera Air en eru nú strand. 3. október 2018 07:00 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar, hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar. Endurskoðendur félaganna hjá Deloitte segja víkjandi lán frá tengdum aðila sem Primera Air var veitt í fyrra upp á 20,9 milljónir evra, sem breytti neikvæðri eiginfjárstöðu félagsins í jákvæða um 4,6 milljónir evra í árslok 2017, flokkist sem eiginfjárgerningur samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Þá feli innleystur hagnaður á árinu 2017 upp á 13,3 milljónir evra vegna sölu á flugvélum, sem ekki var búið að afhenda, í sér breytingu á gangvirðismati þar sem um sé að ræða afleiðusamninga. Endurskoðendur sem hafa rýnt í ársreikninga félaga innan Primera-samstæðunnar telja verulegan vafa leika á því að ársreikningar tveggja félaga, Primera Air ehf. og Primera Travel Group ehf., fyrir síðasta ár séu í samræmi við lög, reglur og góða endurskoðunarvenju. Endurskoðendurnir, sem ræddu við Markaðinn í trausti nafnleyndar, telja til að mynda vandséð að áðurnefnt víkjandi lán sem Primera Air var veitt í fyrra geti talist til eigin fjár félagsins en án lánsins hefði eigið fé þess verið neikvætt um 16,3 milljónir evra í lok síðasta árs. Þá segja þeir vafa leika á því hvort félaginu hafi verið heimilt að innleysa á síðasta ári söluhagnað vegna endursölu á Boeing-flugvélum sem eru enn í smíðum og verða afhentar í aprílmánuði árið 2019. Til viðbótar er það mat viðmælenda Markaðarins að sterk rök hafi staðið til þess að færa niður, að hluta eða öllu leyti, milljóna evra kröfur Primera Travel Group á hendur systurfélaginu Primera Air og móðurfélagi þess síðarnefnda, PA Holding, í ljósi bágrar fjárhagsstöðu félaganna. Rekstur Primera Air og erlendra dótturfélaga þess, Primera Air Nordic í Lettlandi og Primera Air Scandinavia í Danmörku, stöðvaðist sem kunnugt er í byrjun síðasta mánaðar þegar félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta. Andri Már segir að þau áföll sem félagið hafi orðið fyrir síðasta sumar hafi verið gríðarleg, eins og fram hafi komið í fréttum. „Og þar sem ekki fékkst langtímafjármögnun fyrir félagið, sem maður sér nú með öðrum hætti eftir frekari fréttir úr flugheiminum, var ákveðið að stöðva rekstur félagsins frekar en að valda mögulega meira tjóni,“ segir hann.Primera Air hætti í haust starfsemi eftir fjórtán ár í rekstri og var flugfélagið, ásamt dótturfélögum sínum í Danmörku og Lettlandi, í kjölfarið tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnendur flugfélagsins sögðu að horfur á flugmarkaði hefðu farið hratt versnandi, með hækkandi olíuverði og lækkandi flugfargjöldum, og ekki hefði tekist að tryggja félaginu fjármögnun til langs tíma. Nordicphotos/GettyNordicphotos/GettyNeikvætt eigið fé árum saman Eigið fé Primera Air hefur verið neikvætt svo árum skiptir en sem dæmi var það neikvætt um 22,1 milljón evra í lok árs 2015, en það ár tapaði félagið 12,6 milljónum evra, og neikvætt um 17,1 milljón evra í árslok 2016. Athygli vekur að þrátt fyrir langvarandi bágborna eiginfjárstöðu hafa endurskoðendur félagsins frá Deloitte engan fyrirvara gert um rekstrarhæfi þess í ársreikningunum. Erfið staða flugfélagsins hefur verið mörgum ljós um nokkurt skeið og segja viðmælendur Markaðarins á fjármálamarkaði að gjaldþrot félagsins hafi ekki komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Vitað hafi verið að svona gæti farið. Áhyggjur af stöðu Primera Air mögnuðust á meðal fjárfesta og ekki síst lánardrottinsins, Arion banka, þegar skuldabréfaútboð WOW air stóð sem hæst í september síðastliðnum en óttast var að fall Primera Air gæti torveldað áform WOW air um að sækja sér aukið fjármagn. Andri Már er sagður hafa leitað fjármagns víða síðustu mánuðina áður en félag hans fór í þrot, án árangurs, og biðlaði hann meðal annars til íslenskra lánastofnana, lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta um að leggja félaginu til fé. Sjálfur fullyrti Andri Már í samtali við Markaðinn 12. september síðastliðinn að Primera air væri að ljúka langtímafjármögnun upp á 40 milljónir evra, jafnvirði 5,5 milljarða króna, með skuldabréfaútboði auk fjármögnunar frá viðskiptabanka flugfélagsins. Þau áform gengu ekki eftir. Primera Air og erlendu dótturfélögin tvö hættu starfsemi 2. október síðastliðinn og voru í kjölfarið tekin til gjaldþrotaskipta. Arion banki þurfti að færa niður lán og greiða út ábyrgðir fyrir á bilinu alls 1,3 til 1,8 milljarða króna vegna gjaldþrotsins en óvíst er hve miklar eignir munu finnast í þrotabúum félaganna. Skiptastjórar danska félagsins hafa látið hafa eftir sér að þær séu óverulegar. Andri Már segir að langstærstu kröfuhafar félagsins séu flugvélaeigendur, sem skili inn kröfum sínum að fullu út leigutímann, en á móti komi að þeir hafi haft milljarða í tryggingar. „Þannig að það á eftir að koma í ljós hversu mikið tjón þeirra varð. Sumar vélar Primera Air eru nú þegar farnar að fljúga fyrir nýja aðila,“ segir hann og nefnir að það félag sem hafi orðið fyrir mestu tjóni af stöðvun flugfélagsins hafi verið Primera Travel Group.Grafík/FréttablaðiðÓvæntur viðsnúningu Af ársreikningi Primera Air fyrir síðasta ár að dæma batnaði fjárhagsstaðan umtalsvert á árinu, miðað við fyrri ár, en til marks um það fór eiginfjárhlutfallið frá því að vera neikvætt um 51 prósent í lok árs 2016 í það að vera jákvætt um 8,8 prósent í lok síðasta árs. Var eigið fé félagsins á sama tíma jákvætt um 4,6 milljónir evra. Viðsnúningurinn kom þeim sem þekkja vel til mála á flugmarkaði nokkuð á óvart enda var árferðið á markaðinum afar erfitt á árinu. Hærra olíuverð, lægri flugfargjöld og aukinn launakostnaður bitnuðu á rekstri flugfélaga eins og rekstrartölur íslensku félaganna Icelandair Group og WOW air báru með sér. Hagnaður fyrrnefnda félagsins dróst saman um tæp 60 prósent á meðan síðarnefnda félagið tapaði um 2,4 milljörðum króna. Af ársreikningi Primera Air má ráða að einkum tvö atriði, nýtt víkjandi lán og söluhagnaður vegna Boeing-flugvéla, hafi að stórum hluta skýrt bætta eiginfjárstöðu félagsins. Áðurnefnt víkjandi lán upp á 20,9 milljónir evra, sem systurfélagið Primera Travel Group veitti Primera Air í fyrra, var fært á meðal eigin fjár í síðasta ársreikningi Primera Air og skýrir þannig bætta eiginfjárstöðu félagsins á milli ára. Endurskoðendur sem hafa kynnt sér reikningsskilin telja hins vegar að á meðan ekki liggi fyrir frekari upplýsingar sé vandséð að lánið geti talist til eigin fjár. Þeir benda á að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé eigið fé eða eiginfjárgerningur eftirstæðir hagsmunir í eignum þegar allar skuldir hafa verið dregnar frá. Þá megi ekki vera neinar skuldbindingar um að láta af hendi handbært fé eða aðrar fjáreignir. Ekki verði séð af ársreikningi Primera Air að félagið geti látið af hendi hlutafé til greiðslu skuldarinnar. Í svari Deloitte við fyrirspurn Markaðarins er tekið fram að skilmálar umræddra lánasamninga séu þannig að undir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum flokkist þeir sem eiginfjárgerningur en ekki fjárskuld. „Engin greiðsluskylda er til staðar í þessum samningum heldur eru skilmálarnir þeir að Primera Air getur ákveðið einhliða að greiða niður lánin ef fjárhagsstaða þess félags leyfir. Lánin eru víkjandi gagnvart öllum öðrum kröfum eða skuldum,“ segir í svari Deloitte. Miðað við skilmálana sé ekki til staðar skylda hjá Primera Air til þess að „láta af hendi til annars aðila handbært fé eða aðra fjáreign þar sem skilmálar lánsins kveða á um að það sé algjörlega ákvörðun Primera Air hvort þeir greiði af láninu og af þeirri ástæðu eru lánin flokkuð sem eiginfjárgerningur,“ segir jafnframt í svarinu. Er bætt við að til hafi staðið að breyta þessari skuld í eigin fé og Primera Travel Group myndi auka hlut sinn í flugfélaginu á þessu ári.Grafík/FréttablaðiðInnleysti hagnað af vélasölu Primera Air innleysti hagnað upp á 13,3 milljónir evra, jafnvirði ríflega 1,8 milljarða króna, í fyrra vegna sölu á flugvélum til erlenda leigufélagsins AGC PUMA PDP en vélarnar verða afhentar og teknar í notkun í apríl árið 2019. Í skýringum sem fylgja ársreikningi Primera Air er bent á að félagið hafi undirritað á síðasta ári samning við flugvélaframleiðandann Boeing um kaup á átta 737-9 MAX vélum til afhendingar á árunum 2019 til 2020. Í desember í fyrra hafi félagið síðan selt hluta af vélunum til erlends leigufélags og verði þær afhentar í apríl næstkomandi. Viðmælendur Markaðarins benda á að meginreglan sé sú að ekki skuli tekjufæra hagnað af sölu eigna fyrr en eignirnar hafi verið afhentar. Þó sé ekki útilokað að umrædd tekjufærsla sé heimil, vegna möguleika á að skilgreina gerninga í viðskiptunum sem afleiðusamninga, en ekki sé hægt að skera úr um það af lestri ársreikningsins. Þeir taka þó fram að ekki sé ólíklegt að afhending flugvélanna sé háð ýmsum skilyrðum, þótt ekki sé minnst á það í ársreikningi Primera Air. Að því gefnu að óheimilt sé að innleysa söluhagnaðinn vegna flugvélanna megi ætla að eigið fé félagsins sé ofmetið um 10,6 milljónir evra, að teknu tilliti til tekjuskatts sem reiknaður hefur verið á móti meintum söluhagnaði. Í svari Deloitte er bent á að þeir samningar sem gerðir voru af hendi Primera Air um kaup og sölu á flugvélum innihaldi ákveðna rétti varðandi afhendingu og verð vélanna sem reikningshaldslega sé farið með sem afleiður af þeirri ástæðu að endanlegt verð vélanna sé ekki fast heldur breytilegt. Afleiðan sé – í samræmi við alþjóðlegan staðal – metin á gangvirði á reikningsskiladegi og gangvirðisbreytingar séu færðar í gegnum rekstur. Ekki sé um að ræða innleystar tekjur hjá félaginu, heldur „gangvirðisbreytingu afleiðu sem hefði tekið gangvirðisbreytingum fram að innlausnardegi miðað við viðeigandi útreikning á gangvirði hennar og breytingar á undirliggjandi forsendum,“ segir í svarinu.Telja eignir ofmetnar Endurskoðendurnir sem Markaðurinn ræddi við vekja einnig athygli á því að systurfélagið Primera Travel Group, sem heldur utan um allan ferðaskrifstofurekstur Primera-samstæðunnar, hafi veitt Primera Air og PA Holding langtímalán að fjárhæð 26,6 milljónir evra. Krafa ferðaskrifstofufélagsins á hendur PA Holding, móðurfélagi Primera Air, nam 8,3 milljónum evra í lok síðasta árs en eigið fé PA Holding var á sama tíma neikvætt um sömu fjárhæð auk þess sem það virðist hafa verið eignalaust. Að mati viðmælenda Markaðarins standa því rök til þess að krafan sé að fullu færð niður í bókum Primera Travel Group. Því til viðbótar telja endurskoðendurnir að ástæða hafi verið til þess að færa niður 18,6 milljóna evra kröfu Primera Travel Group á hendur Primera Air, enda hafi legið fyrir um langt skeið hve bágborin eiginfjárstaða Primera Air sé. Því til svara útskýrir Andri Már að í lok síðasta árs hafi það verið mat stjórnenda Primera Air að rekstur félagsins hafi verið góður og áætlanir hafi gert ráð fyrir aukningu í tekjum og hagnaði. „Ekki voru taldir vera til staðar tapsatburðir sem gæfu til kynna að virðisrýrnun hefði átt sér stað á þessum kröfum og af þeirri ástæðu voru þær ekki færðar niður í bókum félagsins,“ segir í svari Andra Más. Óvarlegt er að fullyrða, að mati endurskoðendanna sem ræddu við Markaðinn, að áritunin á ársreikning Primera Travel Group sé röng. Annaðhvort hafi ábendingarnar átt að vera fleiri eða áritunin átt að vera með fyrirvara vegna þeirra ágalla sem séu á reikningnum. Í því sambandi benda þeir sérstaklega á að eignir séu verulega ofmetnar og langtímakröfur, svo sem á hendur Primera Air og PA Holding, ekki færðar niður. Þess má geta að í kjölfar gjaldþrots Primera Air stofnaði Andri Már nýtt eignarhaldsfélag, Travelco, með milljarð króna í hlutafé og keypti allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group. Voru kaupin sögð eiga að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna og styrkja eigið fé félagsins eftir áföll haustsins.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Strandaglópar Primera gramir eftir gjaldþrotið Óánægja er meðal þeirra sem áttu flug heim til sín með Primera Air en eru nú strand. 3. október 2018 07:00 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Strandaglópar Primera gramir eftir gjaldþrotið Óánægja er meðal þeirra sem áttu flug heim til sín með Primera Air en eru nú strand. 3. október 2018 07:00
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00