CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:56 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. AP/Evan Vucci Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira