Eiginkona Michael Schumacher í hjartnæmu bréfi: Hann neitar að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Michael Schumacher fagnar hér sigri með konu sína Corinnu á vinstri hönd. Vísir/Getty Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar). Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Michael Schumacher lenti í hryllilegu slysi í Ölpunum fyrir næstum því fimm árum og síðan þá hefur lítið heyrst í fjölskyldu formúlukappans. Nú hefur eiginkona hans óvænt sent frá sér hjartnæmt bréf. Michael Schumacher var að skíðum 29. desember 2013 þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var með hjálm en slasaðist samt mjög illa. Síðan þá hefur heimurinn lítið fengið að vita um bata hans. Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, sendi bréfið til tónlistarmannsins Sascha Herchenbach, sem hafði áður samið lagið Born To Fight til heiðurs Michael. Herchenbach ákvað að leyfa þýska blaðinu Bunte að segja frá bréfinu. BT segir frá. „Ég vil þakka öllum frá innstu hjartarótum fyrir allar gjafirnar og öll hlýju orðin. Þau hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Það hjálpaði fjölskyldunni mikið að fá allan þennan stuðning,“ skrifaði Corinna meðal annars. „Við vitum öll að Michael er baráttumaður. Hann neitar að gefast upp,“ skrifaði Corinna. Sascha Herchenbach sagði að bréf Corinnu hafi verið handskrifað og það hafi verið miklu persónulegra en hann bjóst við. Það fylgir þó ekki sögunni hversu langt er síðan að hún skrifaði það. Fjölskyldan hefur haldið sig útaf fyrir sig frá slysinu og því er ekki vitað nákvæmlega um stöðuna á heilsu Michael. Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Michael verður fimmtugur í byrjun næsta árs (3. janúar).
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira