Uppgötva hvers vegna ofþyngd getur leitt til þunglyndis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:45 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. vísir/getty Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow. Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow.
Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira