Uppgötva hvers vegna ofþyngd getur leitt til þunglyndis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:45 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. vísir/getty Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow. Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow.
Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira