Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá frumvarpi sem heimilaði lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Fréttablaðið/anton Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent