Dýrðardagar hjá Dýrlingunum | Brady og félagar töpuðu óvænt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:00 Hlaupararnir Alvin Kamara og Mark Ingram hjá New Orleans Saints fagna í gær. Vísir/Getty New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20 NFL Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira
New Orleans Saints liðið er á svakalegu skriði í NFL-deildinni og vann stórsigur í gær en það hægðist aftur á móti snögglega á Tom Brady og hans mönnum í New England Patriots. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki og mætast í rosalegum leik í Mexíkóborg um næstu helgi. Kúrekanir komu líka ríkjandi meisturum í vond mál. New Orleans Saints átti ekki í miklum vandræðum með að landa sínum áttunda sigri í röð í gær þegar liðið heimsótti Cincinnati Bengals og vann 51-14. Drew Bree, leikstjórnandi Dýrlinganna, átti þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleik og komst þar með upp fyrir Brett Favre og í 2. sætið yfir flestar slíkar sendingar í NFL-sögunni. Saints-liðið skoraði snertimörk í öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og Bengals menn áttu fá svör á móti heitasta liðinu í NFL-deildinni í dag. Þegar upp var staðið munaði 37 stigum á liðunum. Dýrlingarnir sömdu við útherjann Dez Bryant í síðustu viku en Bryant sleit hásin á annarri æfingu. Hlaupararnir Mark Ingram og Alvin Kamara fögnuðu báðir snertimörkum sínum með tilvísun í Dez Bryant.Tom Brady og félagar í New England Patriots voru búnir að vinna sex leiki í röð þegar þeir heimsóttu Tennessee Titans í Kantrýborginni í gær. Tennessee Titans hefur verið í vandræðum og þá aðallega með sóknarleikinn en það var ekki að sjá í gær. 300. leikur Tom Brady á NFL-ferlinum endaði ekki vel, það var ekki nóg með að liðið tapaði sannfærandi 34-10 heldur sat Brady á bekknum í lokin enda úrslitin löngu ráðin.Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams unnu bæði sína leiki í gær og eru áfram með besta árangurinn í deildinni eða níu sigra og aðeins eitt tap. Það sem er merkilegra er að þau mætast um næstu helgi og fer sá leikur fram í Mexíkóborg. Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams hafa oft spilað mun betur en í gær. Chiefs liðið vann reynda mun sannfærandi sigur en Hrútarnir þurftu heldur betur að hafa fyrir heimasigri á móti Seattle Seahawks.Dallas Cowboys liðið er ekki alveg búið að gefa upp alla von um sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu og sýndu það með 27-20 útisigri á ríkjandi meisturum Philadelphia Eagles í kvöldleiknum. Hlauparinn Ezekiel Elliott fór illa með vörn Philadelphia og Kúrekarnir fóru upp fyrir Ernina í NFC Austur. Elliott hljóp alls 151 jarda og skoraði bæði snertimark með því að hlaupa með boltann og að grípa sendingu frá leikstjórnandanum Dak Prescott. Philadelphia Eagles tapaði þarna þriðja heimaleiknum í röð og þetta lítur ekki alltof vel út hjá meisturunum. Næsti leikur liðsins er líka á útivelli á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints.Úrslitin í NFL-deildinni í gær:(Heimaliðið er seinna liðið að bandarískum sið) Atlanta Falcons - Cleveland Browns 16-28 New Orleans Saints - Cincinnati Bengals 51-14 New England Patriots - Tennessee Titans 10-34 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 26-29 Washington Redskins - Tampa Bay Buccaneers 16-3 Buffalo Bills - NY Jets 41-10 Arizona Cardinals - Kansas City Chiefs 14-26 Detroit Lions - Chicago Bears 22-34 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 20-6 Seattle Seahawks - Los Angeles Rams 31-36 Miami Dolphins - Green Bay Packers 12-31 Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 27-20
NFL Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira