Atkvæði verða talin aftur á Flórída undir svikabrigslum forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 20:15 Hópur fólks krefst þess að öll atkvæði verði talin á Flórída. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04