Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 16:12 Flugvélafloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli. fréttablaðið/ernir Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0 Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00