Körfubolti

Sáttasti strákurinn í salnum þökk sé Russell

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákurinn með nýju skóna sína.
Strákurinn með nýju skóna sína. Skjámynd/Fésbókin
Russell Westbrook er aftur kominn á fulla ferð eftir hnéaðgerðina í haust og hann var með geggjaða þrennu í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í sigri á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta.

Oklahoma City Thunder tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu en hefur spilað betur og betur um leið og Russell Westbrook kemst í betra formi. Sigurinn í nótt var sá þrettándi í síðustu sextán leikjum.  

Russell hefur lagt það í vana sinn að gefa skóna sína eftir leikina og þá sérstaklega ef hann sér unga aðdáendur í „sinni“ treyju.

Þannig var það einnig eftir leikinn í nótt. Ungur strákur náði að koma sér þangað sem leikmenn yfirgefa salinn og hann hafði heldur betur heppnina með sér.

Russell Westbrook rétti honum körfuboltaskóna sína eins og ekkert væri eðlilegra um leið og hann yfirgaf salinn.

Það má sjá þetta skemmtilega atvik hér fyrir neðan og það fer ekkert á milli mála að Russell gerði drenginn að sáttasta strákinn í salnum. Skórnir eru samt alltof stórir og verða það í nokkur ár til viðbótar.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×