Trump útilokar ekki að náða Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23