Hann tók Ísland sem dæmi um land sem er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu og hvernig það nýtir sér samninga sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu en getur um leið gert sína eigin fríverslunarsamninga við önnur lönd í heiminum.
Hann sagði í Newsnight að ekki væri meirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu á meðal Íslendinga.
"We would be very positive towards the idea of the UK joining EFTA or the EEA- you are the ones that started the organisation"
— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018
Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson on the @NickBoles plan to join the EEA/EFTA#newsnight | @GudlaugurThorhttps://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/4L1a2nRNAg
„Ég tala hér vitaskuld fyrir sjálfan mig og við munum ekki skipta okkur af breskri pólitík,“ bætti Guðlaugur við.
Hann benti þó á að Bretar hefðu komið að stofnun EFTA og þá hefði umræðan verið sú sama. Bretar vildu stunda viðskipti við umheiminn en ekki tilheyra tollabandalagi.
If the UK joined EFTA - would it blow it apart?
— BBC Newsnight (@BBCNewsnight) November 27, 2018
No, says Iceland's Foreign Minister Guðlaugur Þór Þórðarson.
“The most important thing is the people... we should be constructive when we think about solutions”
#newsnight | @GudlaugurThor | @maitlis | https://t.co/HcPueQ5Axx pic.twitter.com/eu2MCcokk8
Hann sagði að þjóðir sem deila sömu sýn í Evrópu ættu að standa saman.
„Það mikilvæga er að Bretland er ekki að yfirgefa Evrópu og í Evrópu höfum við nokkur lög af samstarfi.“