Stærsti skellur Lakers liðsins í sögunni á móti Denver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir LeBron James og guttana hans í Lakers-liðinu. Vísir/Getty Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108 NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira