Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 20:50 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telja sig standa í stéttastríði. Mynd/Samsett Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent. Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent.
Kjaramál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira