Tonn af eiturblönduðu fóðri í boði Norðmanna Bubbi Morthens skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Þá er það staðfest. Í september og október síðastliðnum var gefið eitrað fóður í sjókvíum við Steinanes og við Hringsdal í Arnarfirði. Eitrið sem blandað er í fóðrið heitir Slice vet. Það má líka minna á að laxeldið við Hringsdal er brot á starfsleyfisskilyrðum um 6 mánaða hvíldartíma á milli eldiskynslóða. Umhverfisstofnun virðist ófær um að fylgja eftir eigin ákvæðum fiskeldislaga – nema brotin séu vísvitandi – og hún hefur ítrekað tafið málið með því að vísa því til umhverfisráðuneytisins til veitingar undanþágu. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að veita slíka undanþágu, þess vegna viðgengst brotið án þess að eftirlitsaðilinn geri nokkuð. Þetta er vítaverð stjórnsýsla. Arnarlax hefur í tvígang fengið heimild til að nota eiturblandað fóður gegn fiski- og laxalús. Eitrið heitir Slice vet. og er virka efnið í því Emamektinbenzoat. Lyfinu var blandað í laxafóður frá fóðurverksmiðjunni Skretting As í Noregi í hlutföllunum 2,15 kg af lyfi í hvert tonn af fóðri. Þetta var síðan gefið laxinum í vikutíma. Fyrra leyfið var veitt í september 2018 til fóðrunar á laxi í Steinanesi og alls gefin 480 tonn af eiturblönduðu fóðri. Seinna leyfið var veitt í október sl. til fóðrunar á laxi í kvíum við Hringsdal í sama firði. Alls voru þá gefin 97 tonn af eiturblönduðu fóðri. Þetta er hollustan sem boðið er uppá, gott fólk. Þetta eitur fer út í lífríkið. Þetta eitur fer í fuglana, í börnin okkar, okkur sjálf, fyrir utan þá gríðarlegu mengun sem fylgir þessu opna eldi. Almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir því en Norðmenn skeyta ekkert um strendur Íslands, firði eða annað. Þeir gera það sem þarf að gera til þess að hagnast. Starfsmannaleigur sjá um mannskap, þeir sjá svo sjálfir um að hirða hagnaðinn. PS. Ég er hlynntur eldi uppi á landi þar sem þarf ekki að moka tonnum af eiturblönduðu fóðri út í lífríkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Þá er það staðfest. Í september og október síðastliðnum var gefið eitrað fóður í sjókvíum við Steinanes og við Hringsdal í Arnarfirði. Eitrið sem blandað er í fóðrið heitir Slice vet. Það má líka minna á að laxeldið við Hringsdal er brot á starfsleyfisskilyrðum um 6 mánaða hvíldartíma á milli eldiskynslóða. Umhverfisstofnun virðist ófær um að fylgja eftir eigin ákvæðum fiskeldislaga – nema brotin séu vísvitandi – og hún hefur ítrekað tafið málið með því að vísa því til umhverfisráðuneytisins til veitingar undanþágu. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að veita slíka undanþágu, þess vegna viðgengst brotið án þess að eftirlitsaðilinn geri nokkuð. Þetta er vítaverð stjórnsýsla. Arnarlax hefur í tvígang fengið heimild til að nota eiturblandað fóður gegn fiski- og laxalús. Eitrið heitir Slice vet. og er virka efnið í því Emamektinbenzoat. Lyfinu var blandað í laxafóður frá fóðurverksmiðjunni Skretting As í Noregi í hlutföllunum 2,15 kg af lyfi í hvert tonn af fóðri. Þetta var síðan gefið laxinum í vikutíma. Fyrra leyfið var veitt í september 2018 til fóðrunar á laxi í Steinanesi og alls gefin 480 tonn af eiturblönduðu fóðri. Seinna leyfið var veitt í október sl. til fóðrunar á laxi í kvíum við Hringsdal í sama firði. Alls voru þá gefin 97 tonn af eiturblönduðu fóðri. Þetta er hollustan sem boðið er uppá, gott fólk. Þetta eitur fer út í lífríkið. Þetta eitur fer í fuglana, í börnin okkar, okkur sjálf, fyrir utan þá gríðarlegu mengun sem fylgir þessu opna eldi. Almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir því en Norðmenn skeyta ekkert um strendur Íslands, firði eða annað. Þeir gera það sem þarf að gera til þess að hagnast. Starfsmannaleigur sjá um mannskap, þeir sjá svo sjálfir um að hirða hagnaðinn. PS. Ég er hlynntur eldi uppi á landi þar sem þarf ekki að moka tonnum af eiturblönduðu fóðri út í lífríkið.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar