Tonn af eiturblönduðu fóðri í boði Norðmanna Bubbi Morthens skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Þá er það staðfest. Í september og október síðastliðnum var gefið eitrað fóður í sjókvíum við Steinanes og við Hringsdal í Arnarfirði. Eitrið sem blandað er í fóðrið heitir Slice vet. Það má líka minna á að laxeldið við Hringsdal er brot á starfsleyfisskilyrðum um 6 mánaða hvíldartíma á milli eldiskynslóða. Umhverfisstofnun virðist ófær um að fylgja eftir eigin ákvæðum fiskeldislaga – nema brotin séu vísvitandi – og hún hefur ítrekað tafið málið með því að vísa því til umhverfisráðuneytisins til veitingar undanþágu. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að veita slíka undanþágu, þess vegna viðgengst brotið án þess að eftirlitsaðilinn geri nokkuð. Þetta er vítaverð stjórnsýsla. Arnarlax hefur í tvígang fengið heimild til að nota eiturblandað fóður gegn fiski- og laxalús. Eitrið heitir Slice vet. og er virka efnið í því Emamektinbenzoat. Lyfinu var blandað í laxafóður frá fóðurverksmiðjunni Skretting As í Noregi í hlutföllunum 2,15 kg af lyfi í hvert tonn af fóðri. Þetta var síðan gefið laxinum í vikutíma. Fyrra leyfið var veitt í september 2018 til fóðrunar á laxi í Steinanesi og alls gefin 480 tonn af eiturblönduðu fóðri. Seinna leyfið var veitt í október sl. til fóðrunar á laxi í kvíum við Hringsdal í sama firði. Alls voru þá gefin 97 tonn af eiturblönduðu fóðri. Þetta er hollustan sem boðið er uppá, gott fólk. Þetta eitur fer út í lífríkið. Þetta eitur fer í fuglana, í börnin okkar, okkur sjálf, fyrir utan þá gríðarlegu mengun sem fylgir þessu opna eldi. Almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir því en Norðmenn skeyta ekkert um strendur Íslands, firði eða annað. Þeir gera það sem þarf að gera til þess að hagnast. Starfsmannaleigur sjá um mannskap, þeir sjá svo sjálfir um að hirða hagnaðinn. PS. Ég er hlynntur eldi uppi á landi þar sem þarf ekki að moka tonnum af eiturblönduðu fóðri út í lífríkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þá er það staðfest. Í september og október síðastliðnum var gefið eitrað fóður í sjókvíum við Steinanes og við Hringsdal í Arnarfirði. Eitrið sem blandað er í fóðrið heitir Slice vet. Það má líka minna á að laxeldið við Hringsdal er brot á starfsleyfisskilyrðum um 6 mánaða hvíldartíma á milli eldiskynslóða. Umhverfisstofnun virðist ófær um að fylgja eftir eigin ákvæðum fiskeldislaga – nema brotin séu vísvitandi – og hún hefur ítrekað tafið málið með því að vísa því til umhverfisráðuneytisins til veitingar undanþágu. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að veita slíka undanþágu, þess vegna viðgengst brotið án þess að eftirlitsaðilinn geri nokkuð. Þetta er vítaverð stjórnsýsla. Arnarlax hefur í tvígang fengið heimild til að nota eiturblandað fóður gegn fiski- og laxalús. Eitrið heitir Slice vet. og er virka efnið í því Emamektinbenzoat. Lyfinu var blandað í laxafóður frá fóðurverksmiðjunni Skretting As í Noregi í hlutföllunum 2,15 kg af lyfi í hvert tonn af fóðri. Þetta var síðan gefið laxinum í vikutíma. Fyrra leyfið var veitt í september 2018 til fóðrunar á laxi í Steinanesi og alls gefin 480 tonn af eiturblönduðu fóðri. Seinna leyfið var veitt í október sl. til fóðrunar á laxi í kvíum við Hringsdal í sama firði. Alls voru þá gefin 97 tonn af eiturblönduðu fóðri. Þetta er hollustan sem boðið er uppá, gott fólk. Þetta eitur fer út í lífríkið. Þetta eitur fer í fuglana, í börnin okkar, okkur sjálf, fyrir utan þá gríðarlegu mengun sem fylgir þessu opna eldi. Almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir því en Norðmenn skeyta ekkert um strendur Íslands, firði eða annað. Þeir gera það sem þarf að gera til þess að hagnast. Starfsmannaleigur sjá um mannskap, þeir sjá svo sjálfir um að hirða hagnaðinn. PS. Ég er hlynntur eldi uppi á landi þar sem þarf ekki að moka tonnum af eiturblönduðu fóðri út í lífríkið.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar