Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Reynisfjöru um klukkan tvö í dag. Þegar lögreglu barst tilkynning um málið var talið að um alvarlegt umferðarslys hefði verið að ræða. Betur fór þó en áhorfðist. Þegar fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang kom í ljós að slysið var minniháttar og enginn hafði slasast alvarlega en um var að ræða árekstur tveggja bíla.
