Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 23:24 Trump stóð fyrir svörum fyrir utan Hvíta húsið í dag. EPA/ Shawn Thew Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00